Hlutabréfaverð Icelandair snarhækkar

Hlutabréfaverð Icelandair snarhækkar

Gengi bréf Icelandair hafa tekið mikinn kipp eða um tæplega 18 prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. Gengi bréfanna er 6,69 krónur á hlut. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Verðhækkunin má rekja til þess að Icelandair sendi frá sér jákvæða afkomuviðvörun rétt eftir miðnætti í nótt. Þar komu fram horfur í rekstri á árinu 2019 væri betri en gert hafði verið ráð fyrir.

Þrátt fyrir kyrrsetningar MAX véla Icelandair gerir félagið ráð fyrir betri afkomu á fjórða ársfjórðungi þessa árs en á sama fjórðungi í fyrra.

Nánar er fjallað um málið á vef Fréttablaðsins.

Nýjast