Guðrún Ragnarsdóttir og Guðmundur Arnar: Hvað gerði Thomas Cook rangt?

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Guðrún Ragnarsdóttir og Guðmundur Arnar: Hvað gerði Thomas Cook rangt?

Guðrún Ragnarsdóttir og Guðmundur Arnar.
Guðrún Ragnarsdóttir og Guðmundur Arnar.

Þau Guðrún Ragnarsdóttir, ráðgjafi hjá Strategíu og Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Markaðsakademíunnar, verða saman í „settinu“ hjá Jóni G. í kvöld. Þarfir viðskiptavina breytast svo hratt að flest fyrirtæki þurfa að vera á tánum alla daga og innleiða stefnu sína af eldmóði ætli þau ekki að missa viðskiptavini sína til keppinautanna. Sprotafyrirtæki eru kvik og koma auga á alls kyns glufur og holur á markaðnum. Þau fara meðal annars yfir það hvað fór úrskeiðis í stefnu hinnar 178 ára bresku ferðaskrifstofu Thomas Cook sem varð gjaldþrota um helgina.

Nýjast