Finnur Árnason, forstjóri Haga, hjá Jóni G. - Viðskiptavinir Haga vel á þriðju milljón hvern mánuð

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Finnur Árnason, forstjóri Haga, hjá Jóni G. - Viðskiptavinir Haga vel á þriðju milljón hvern mánuð

Finnur Árnason, forstjóri Haga, hjá Jóni G.
Finnur Árnason, forstjóri Haga, hjá Jóni G.

Finnur Árnason, forstjóri Haga, er gestur Jóns G. í kvöld. Þeir ræða hinu hörðu samkeppni sem ríkir á matvörumarkaðnum. Nýjar áherslur Haga og hálfsársuppgjörið sem birt var í síðustu viku. Þrátt fyrir að Högum hafi verið gert af Samkeppniseftirlitinu að fækka verslunum og bensínstöðvum með kaupunum á Olís hefur velta Hagkaupa, Bónus og Olís, hvers um sig, hækkað. Fram kemur að viðskiptavinir Haga eru vel á þriðju milljón á mánuði.

Þá fara þeir Jón G. og Finnur yfir hugmyndir Haga um nýtingu nokkurra þekktra lóða Olís undir sambland af íbúðabyggð, Bónusverslunum og Olís-stöðvunum. Hagar hafa unnið að þessum tillögum í samtölum við borgaryfirvöld um nokkurt skeið.

Þetta er yfirgripsmikið viðtal við Finn en inn í spjall þeirra Jóns G. blandast umræða um leikritið Atómstöðina. En Ebba Katrín, dóttir Finns, hefur slegið í gegn í hlutverki Uglu.

Á dagskrá kl. 20:30 í kvöld hér á Hringbraut.

 

Nýjast