Viðskipti

Saga er ástfangin af trans stráknum Bjarka - Óttast viðbrögð föður síns: „Hann sagði beint út að manneskjunni yrði hafnað úr fjölskyldunni"

Saga Ýr Nazari er ung tónlistar- og útvarpskona sem starfar á X-inu. Á síðasta ári varð Saga ástfangin af trans stráknum Bjarka Steini Péturssyni en fram að því hafði hún aðeins verið í gagnkynhneigðum samböndum.

Rækjuveiðiskip fékk veiðarfæri í skrúfuna - Björgunarskip frá Ísafirði kallað út - Tveir menn eru um borð

Um klukkan sex í kvöld var björgunarskipið Gísli Jóns á Ísafirði kallað út vegna rækjuveiðiskips sem hafði fengið veiðarfæri í skrúfuna og gat ekki siglt fyrir eigin vélarafli. Tveir eru um borð í skipinu sem var við veiðar í Inndjúpinu en engin slys voru á fólki.

Íbúðalánasjóður hefur tapað um 200 milljörðum króna frá 2004 - Íslenska ríkið greiðir reikninginn

Tap Íbúðalánasjóðs á lánastarfsemi frá 2004 er sagt nema um það bil 200 milljörðum króna. Samkvæmt nýju frumvarpi Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, mun nýr sjóður verða stofnaður til að reyna að takmarka áhættu og kostnað fyrir ríkissjóð í framtíðinni. Íslenska ríkið hefur nú þegar greitt 50 milljarða króna inn í Íbúðalánasjóð vegna málsins. RÚV greinir frá þessu.

Formaður vinnuhóps OECD gegn mútum um Samherjamálið: „Ég verð að segja að þetta eru trúverðugar ásakanir“

Samherjaskjölin verða prófsteinn á getu íslenskra lögregluyfirvalda, segir Drago Cos ,formaður vinnuhóps OECD gegn mútum. Hann segir að stofnunin muni fylgjast náið með rannsókn íslenskra yfirvalda á Samherjamálinu. Formleg lögreglurannsókn er nú þegar hafin, en hún hófst þegar Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi rekstrarstjóri Samherja í Namibíu, mætti í skýrslutöku hjá Héraðssaksóknara á þriðjudaginn í síðustu viku.

21 í kvöld: Rætt við formann SFÚ

21 í kvöld: Freistingin til að græða á Namibíu er líka á Íslandi. Formaður SFÚ: Mikil verðmæti afla fer beint úr landi á kostnað þjóðarinnar.

Jón Þórisson skrifar:

Hnípin þjóð í vanda: „Ekki er að sjá að aðferðum krísustjórnunar hafi verið beitt af stjórnvöldum vegna þeirrar ógnar sem steðjar að íslensku orðspori"

Haustið 1995 ákvað ríkisstjórn Íslands, að fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, yrði dagur íslenskrar tungu ár hvert. Sá dagur var í fyrradag og árlega hafa stjórnvöld á þessum degi beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti hefur athygli þjóðarinnar verið beint að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu. Það er þarft og lofsvert því það er gömul saga og ný að tungumál okkar á í vök að verjast.

Björgúlfur: „Ég vil auðvitað trúa því að fyrirtækið lifi þetta af“ - Gat ekki svarað hvað væri rangt við fréttaflutning í máli Samherja

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja sagði, í viðtali hjá Morgunútvarpinu á Rás2 í morgun, að hann trúi því að fyrirtæki muni lifa af meintar mútugreiðslur fyrirtækisins til háttsettra embættismanna í Namibíu. Nú þegar hefur Héraðssaksóknar, Ríkisskattsstjóri, Norsk yfirvöld og yfirvöld í Namibíu hafið rannsókn á fyrirtækinu og starfsemi þess.

Þorsteinn Már hættir sem stjórnarformaður Framherja í Færeyjum

Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, hefur hætt sem stjórnarformaður í færeyska útgerðarfélaginu Framherja. Ákvað stjórn fyrirtækisins að Árni Absalonsen myndi taka sæti Þorsteins Más í stjórninni. Þá verður Elisabeth D. Eldevig Olsen nýr stjórnarformaður Framherja. Færeyski miðiðill VP greindi frá þessu. Framherji var stofnaður í Færeyjum árið 1994 og er í eigu Samherja.

Jón Gnarr vill leggja járnbrautarteina á milli Reykjavíkur og Akureyri: „Því fyrr sem við byrjum að skoða þetta því betra verður allt fyrir komandi kynslóðir"

Jón Gnarr fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur og athafnamaður vill leggja járnbrautarteina á milli Reykjavíkur og Akureyri fyrir vöru- og fólksflutninga með rafknúinni lest.

Hrafnhildur Þorleifsdóttir blómaskreytir og eigandi Blómagallerísins við Hagamel verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:

Klassískir litir eins og rautt og gyllt ávallt vinsælir hjá Íslendingum í aðventunni

Aðventan er handan við hornið og margir farnir að huga að því að setja upp aðventuna. Sjöfn Þórðar heimsækir Hrafnhildi Þorleifsdóttur blómaskreytir heim og fær innsýn það sem er í heitast í dag þegar kemur að lita- og efnisvali í aðventuskreytingarnar í ár. Einnig mun Hrafnhildur sýna nokkur góð trix við gerð hurða- og gluggakransa sem hægt er að föndra með einföldum hætti.

Í reisulegu og fallegu húsi við Sólvallagötu 12 fer fram einstök kennsla þar sem heimilið er í forgrunni

Litlu munaði að Sveinn Ingi hefði keyrt niður mann: „Hjartað tók nokkur auka slög og óvart ákallaði ég almættið hátt og skýrt“

Ökumaður á slysadeild eftir veltu í Grafarvoginum

Tímamótasamstarfssamningur undirritaður í morgun - Öll sveitarfélög á Íslandi verði barnvæn

Anton er látinn - Smíðaði Argentínu steikhús frá grunni: „Hann var svo gjafmildur maður - Hann gaf allt sem hann átti og gat“

Benedikt: „Ágirnd vex með evru hverri“

Gul viðvörun á Suðurlandi - Vindhviður geta farið yfir 30 m/s

Hannes Hólmstein: „Mér finnst þessi hatursherferð gegn Þorsteini Má afar ógeðfelld“ - Mikil umræða skapaðist vegna ummælanna

Þorsteinn um símtal sjávarútvegsráðherra: „Mér finnst að hann hafi líka átt að hringja í þjóðina og spyrja hvernig henni liði.“

Björn Leví: „Þekkir þú sögur um spillingu, og þá sérstaklega hótanir?“ - Fólk getur skráð sig nafnlaust og tilkynnt spillingu