Árni Samúelsson, forstjóri Sambíóanna, fer á kostum hjá Jóni G. í kvöld

Viðskipti með Jóni G.

Árni Samúelsson, forstjóri Sambíóanna, fer á kostum hjá Jóni G. í kvöld

Árni Samúelsson, forstjóri Sambíóanna.
Árni Samúelsson, forstjóri Sambíóanna.

Það verður hressilegur þáttur hjá Jóni G. í kvöld að venju. Gestir hans eru Árni Samúelsson, forstjóri Sambíóanna, Guðrún Ragnarsdóttir, ráðgjafi hjá Strategíu, og Guðmundur Arnar Guðmundsson, frkvstj. Markaðsakademíunnar. Árni bylti íslenskri bíómenningu þegar hann opnaði Bíóhöllina í Álfabakka árið 1982. Þá ræða þau Guðrún og Guðmundur Arnar við Jón G. stefnumótun og gjaldþrot hinnar 178 ára ferðaskrifstofu Thomas Cook.

Árni er afar skemmtilegur sagnamaður og segir söguna af því þegar hann sótti um lóðina í Álfabakka í Mjódd og fékk óvænta viðspyrnu frá eigendum bíóhúsanna í Reykjavík. Hann lenti í keppni um lóðina og hafði betur þar sem hann gat byrjað að byggja strax.

Nýjast