Alda Sigurðardóttir, frkvstj. Vendum: Hættan við að gera besta sérfræðinginn að stjórnanda

Viðskipti með Jóni G. kl. 20:30 í kvöld:

Alda Sigurðardóttir, frkvstj. Vendum: Hættan við að gera besta sérfræðinginn að stjórnanda

Alda Sigurðardóttir, frkvstj. hjá Vendum.
Alda Sigurðardóttir, frkvstj. hjá Vendum.

Alda Sigurðardóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Vendum, er gestur Jóns G. í kvöld. Þau ræða meðal annars muninn á aga íslenskra og erlendra stjórnenda. Hvernig eigi að tækla erfið starfsmannaviðtöl, mannaráðningar og ekki síst þegar besti sérfræðingur er gerður að yfirmanni og stjórnanda.

Alda segir við mannaráðningar sé ekki nægilegt að horfa til hæfni og þjálfunar umsækjenda heldur sé hvað mikilvægast að leita eftir viðhorfi umsækjenda til starfsins og fyrirtækisins. „Leitaðu eftir viðhorfinu, það er hægt að bæta hæfnina og þjálfunina en þú breytir viðhorfinu ekki svo auðveldlega,“ segir Alda.

Þá dregur hún fram hættuna af því þegar besti sérfræðingur er gerður að yfirmanni vegna þess að hann stendur sig svo vel í starfi. „Sérfræðingurinn þarf alls ekki að vera besti stjórnandinn, auk þess sem honum er oft ætlað að bæði stjórna og vera áfram sérfræðingur á sínu sviði. Stjórnandi þarf fyrst og fremst að einbeita sér að því að stjórna og ná því besta út úr starfsfólki. Hveja það áfram. Margfeldisáhrifin af góðri stjórnun vilja oft gleymast,“ segir Alda.

Hressilegt viðtal kl. 20:30 í kvöld í viðskiptaþætti Jóns G.

Nýjast