Viðskipti

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Traust er helsti gjaldmiðillinn: Aðalheiður Ósk, form. Stjórnvísi, hjá Jón G.

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, formaður Stjórnvísi og vörustjóri Kynnisferða, er ein þriggja gesta hjá Jóni G. í kvöld. Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag Íslands með yfir 4 þúsund félagsmenn og 362 fyrirtæki innanborðs. Mikil gróska er hjá félaginu og á dögunum hélt það athyglisverða haustráðstefnu um traust. Fram kemur í viðtalinu að traust er eðlilega undirstaðan í öllum mannlegum samskiptum og þá vekur athygli að neytendur treysta frekar orðspori sem fer af fyrirtækjum í gegnum vini og kunningja frekar en boðskap fyrirtækjanna sjálfra. Traust er helsti gjaldmiðillinn. Fróðlegt viðtal kl. 20:30 í kvöld.

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Bylting í tökum á knattspyrnuleikjum: Guðjón Már í OZ hjá Jóni G.

Guðjón Már Guðjónsson, forstjóri OZ, er á meðal gesta Jóns G. í kvöld en fyrirtækið vinnur að byltingu í tökum á knattspyrnuleikjum og nýtir sér tækni gervigreindar. Þetta er sama upptökutækni og notuð er við hönnun sjálfkeyrandi bíla. OZ fékk á dögunum 326 milljóna kr. þróunarstyrk frá Evrópusambandinu og er það mikil viðurkenning fyrir þetta þekkta sprotafyrirtæki.

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Hörkukeppni við Google. Vilborg Helga, forstjóri Já, hjá Jóni G. í kvöld

Það verður víða komið við í Viðskiptum með Jóni G. í kvöld. Gestir Jóns að þessu sinni eru þau Vilborg Helga Harðardóttir, forstjóri Já, Guðjón Már Guðjónsson í OZ og Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, formaður Stjórnvísi og vörustjóri Kynnisferða. Stafræna byltingin, Já er ekki bara já, ráðstefna Stjórnvísi um traust, sjónvarpsbyltingin hjá OZ og 326 milljóna króna þróunarstyrkurinn sem OZ fékk frá Evrópusambandinu á dögunum.

Opnun Marriot hótelkeðjunnar tefst og kostnaður hækkar: „Það veldur okkur engum áhyggjum - Ég held að þetta fari allt vel”

Töluverðar tafir hafa orðið á framkvæmdum fimm stjörnu hótelsins Reykjavík Edition sem rekið verður af Marriot hótelkeðjunni við hlið Hörpunnar í Reykjavík.

„Græddi tæpar 15 milljónir á dag. 616 þúsund á tímann. Rúmar 10 þúsund á mínútu. 171 króna á sekúndu“

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og stærsti hluthafi Samherja er einn ríkasti Íslendingurinn. Þorsteinn var með ríflega 100 milljónir króna í tekjur í fyrra en þær segja hins vegar lítið um þá ótrúlegu auðsöfnun sem ársreikningur eignarhaldsfélags hans sýnir ár hvert.

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Bjarni Ármannsson hjá Jóni G. í kvöld: Iceland Seafood á aðallista Kauphallarinnar í lok mánaðarins

Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, er gestur Jóns G. í kvöld ræðir þau miklu tímamót sem eru hjá Iceland Seafood þessar vikurnar. Til stendur að skrá félagið af First North-markaðnum yfir á aðallista Kauphallarinnar í lok þessa mánaðar.

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Grímur Sæmundsen hjá Jóni G. í kvöld: Gjörbreytt landslag í bókunum ferðaþjónustunnar

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, er gestur Jóns G. í kvöld og ræðir þar meðal annars um gjörbreytt landslag í bókunum ferðaþjóustunnar og þær miklu áskoranir sem blasa við greininni.

Ásmundur vísar umræðum um óeðlilegar greiðslur á bug: „Stjórnendur Upphafs sömdu aðra kostnaðar­áætlun innanhúss sem hefur ráðið för og virtu okkar mat að vettugi“

„Við vísum því alfarið á bug að óeðlilegar greiðslur hafi borist til okkar og skiljum ekki hvaðan sú umræða kemur. Það er rétt að við gerðum kostnaðaráætlun vegna verkefnisins á Hafnarbraut. Sú kostnaðaráætlun er raunsæ en það var ekki farið eftir henni. Stjórnendur Upphafs sömdu aðra kostnaðar­áætlun innanhúss sem hefur ráðið för og virtu okkar mat að vettugi,“ segir Ásmundur Ingvarsson, framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar Ferill.

Viðskipti með Jóni G.

Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas Capital, ræðir verðmyndun lyfja við Jón G. í kvöld

Það er mjög fróðleg umræða um lyfjamál á Íslandi í þætti Jóns G. í kvöld. Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas Capital, fer fyrir þessi mál á breiðum grunni. Farið er yfir verðmyndunina, eftirlitið, samkeppnina, umræðuna um lyfjaskort. Þetta er mjög athyglisvert viðtal við Hrund en Veritas Capital í gegnum dótturfyrirtæki sitt Vistor er stærsti innflytjandi lyfja til Íslands. Á dagskrá kl. 20:30 í kvöld.

Viðskipti með Jóni G.:

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, í öflugu viðtali hjá Jóni G. í kvöld

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, er gestur Jóns G. í kvöld. Þeir ræða uppsagnirnar hjá Arion í síðustu viku, breytt umhverfi fjármálafyrirtækja, tækninýjungarnar sem leysa bankamenn hægt og sígandi af hólmi, hátt eiginfjárhlutfall íslensku bankanna, metnaðarfullt markmið um 10% arðsemi eiginfjár en eigið fé Arion banka er 195 milljarðar króna og markaðsverðið í Kauphöllinni á sama tíma nokkru lægra eða 146 milljarðar. Mjög öflugt viðtal við Benedikt. Á dagskrá kl. 20:30 í kvöld og eftir það á 2ja tíma fresti og auðvitað líka á tímaflakkinu.

Íslandsbanki sagði upp tuttugu starfsmönnum í morgun

Guðrún Ragnarsdóttir og Guðmundur Arnar: Hvað gerði Thomas Cook rangt?

Árni Samúelsson, forstjóri Sambíóanna, fer á kostum hjá Jóni G. í kvöld

Solla selur Gló: „Kominn tími til að slaka á"

Björn: „Því miður höfum við þurft að segja upp 550 starfsmönnum“ - Umdeilt og erfitt

Össur á mikilli siglingu: „Slæmt að fá tyggigúmmí sem annar var búinn að nota, það var búið að tyggja úr því bragðið“

Töfraráð Dísu í World Class fyrir þau sem ætla í bissness: „Þegar maður ætlaði að komast í frí hafði maður ekki efni á því“

Líflegir og góðir gestir hjá Jóni G.: Dísa í World Class, Jónas Þór og Guðrún Högna

Kaup og sala Fisk Seafood á bréfum í Brimi: Markaðsvirði Brims yfir 70 milljarða kr.

Dísa í World Class er gestur Jóns G. í kvöld: 450 starfsmenn og 44 þúsund viðskiptavinir