Viðskipti

Viðskipti með Jóni G. hefst að nýju í kvöld – Rætt við forstjóra Vivaldi og forstjóra Nasdaq Iceland

Viðskiptaþáttur Hringbrautar, Viðskipti með Jóni G., hefur göngu sína að nýju í kvöld eftir sumarleyfi. Líkt og nafnið gefur til kynna fer Jón G. Hauksson sem fyrr með stjórn þáttarins.

Samskip bæta við skipum til Eystrasaltsins

Samskip mun hefja nýja siglingaleið með auknum tengingum við Eystrasaltslöndin. Siglingarnar verða vikulega, en með henni er bætt við viðkomustöðum í flutningakerfi Samskipa í Evrópu með tengingum við siglingar til og frá Íslandi.

Of lítið framboð af lyfjum hér á landi – Lágt verð og hár skráningarkostnaður

Framboð á lyfjum hér á landi er einungis þriðjungur af því sem þekkist á Norðurlöndunum. Lyfjaverð telst mjög lágt hér á landi og telur hagfræðingur að þörf sé á að endurskoða verðlagshömlur sem settar eru á lyf. Læknar og lyfjafræðingur segja auk þess kostnað við skráningu lyfja óþarflega mikinn.

Vinna að því að stofna nýtt flugfélag á grunni WOW air

Hópur fjárfesta og tveggja fyrrverandi stjórnenda hjá WOW air vinnur um þessar mundir að stofnun nýs íslensks lággjaldaflugfélags á grunni WOW, sem varð gjaldþrota undir lok mars á þessu ári. Hið nýstofnaða flugfélag nefnist WAB air. Hópurinn hefur óskað eftir láni upp á tæplega fjóra milljarða króna hjá að minnsta kosti tveimur íslenskum bönkum.

Grímur veðsetti heimilið í hruninu: Samhentur og öflugur hópur náð miklum árangri - „Hef trú á að félagið eigi enn mikið inni“

Í ítarlegu viðtali við Markaðinn í dag segist Grímur Sæmundsen, stofnandi og forstjóri Bláa lónsins, hafa átt lítinn hlut í fyrirtækinu við stofnun þess. Kólfur, félag í eigu Gríms og Edvards Júlíussonar, á nú um fjórðung hlutafjár í Bláa lóninu. Grímur á svo 75 prósenta hlut í Kólfi á móti 25 prósentum Edvards.

Landsbankinn og Íslandsbanki spá frekari lækkun stýrivaxta

Bæði Lands­bankinn og Íslandsbanki spá því að Seðla­banki Íslands muni á­fram lækka stýrivexti á næstunni. Sem kunnugt er lækkaði Seðlabankinn stýrivexti bankans um 0,5 prósent í síðasta mánuði. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, eru nú 4 prósent.

Rúna Magnúsdóttir, frkvstj. The Change Makers, hjá Jóni G. í kvöld:

Rúna Magnúsdóttir verðlaunuð fyrir alþjóðlega vitundarvakningu sem varð til í leigubíl í New York

Rúna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri The Change Makers, er gestur Jóns G. í kvöld. Hún fékk á dögunum verðlaun í Bretlandi, The Network for Transformational Leaders; Leadership in the world 2019, fyrir að búa til kröftuga vitundarvakningu No more boxes.

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel: Gæfa Marel að gleypa ekki fílinn í einum bita

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, segir að það hafi verið gæfa Marel að gleypa ekki fílinn í einum bita heldur vaxa jafn og þétt. Árni Oddur er gestur Jóns G. í kvöld. Vöxtur Marel er fáheyrður og hefur félagið vaxið um á 20% á ári að jafnaði. Fyrir um átján mánuðum var alþjóðlegt eignarhald á Marel um 3% en eftir hlutafjárútboðið í aðdraganda skráningarinnar í Amsterdam er hið alþjóðlega eignarhald um 30%.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, gestur Jóns G. í kvöld:

Fáheyrð hækkun bréfa í Marel: 1 milljón frá árinu 1992 orðin að tæplega hálfum milljarði

Þegar Marel var skráð árið 1992 var gengi bréfa í félaginu 1,19 en við lokun markaða í Kauphöllinni í gær var gengi bréfa félagsins 557,0. Þetta er því 468-földun á 27 árum.

Kátt í kauphöllinni í Amsterdam:

Árni Oddur öflugur þegar hann sló Marel inn í Amsterdam: „Þetta var virkilega hljómfagurt!“

„Þetta var virkilega hljómfagurt og þetta er til að ræsa markaðinn í gang,“ segir Árni Oddur glettinn þegar Jón G. segir við hann í upphafi viðtalsins að hann hafi verið býsna öflugur þegar hann sló Marel inn á markaðinn í EuroNext kauphöllinni í Amsterdam.

Árni Oddur um kaup á fyrirtækjum: Langur aðdragandi og verðmiðinn kemur aftast!

Andri Már greiddi þrotabúi Primera Air tæpar 200 milljónir

Hitastigið á Íslandi gerir Ísland að besta landi í heimi fyrir rafmagnsbíla!

Fjórir lykilþættir sem gera Ísland að öflugu landi fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki

Pabbi sagði við mig: Ég styð þig í öllu námi - en gerðu það sem þér finnst skemmtilegt!

Bíladellan leiddi okkur saman, segir Benni um fyrstu kynnin af eiginkonunni

Benni í Bílabúð Benna fer á kostum hjá Jóni G.: Klikkaðasti jeppaleiðangur sögunnar!

Ármann hættur sem forstjóri Kviku

Oft kraumar undir á vinnustöðum; en hvað er það sem gerir starfsmenn ánægða?

Í þætti Jóns G. í kvöld: Spennandi náttúruskoðun í þyrlu með Norðurflugi