Þjóðbraut 8.mars
Þjóðbraut með Lindu Blöndal 8.mars:
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness kom í þáttinn. Hann segir nýjan meirihluta á aðalþingi ASÍ hafa fleira fram að færa til að bæta kjör hinna lægst launuðu en hugmyndir um verkföll.
Ekki hægt að vera með heilalömun!
Ræða Eiðs Atla Axelsonar, 14 ára vakti mikla athygli í fyrr mánuðinum þegar hann steig í pontu á málþingi Öryrkjabandalagsins.
Eiður lýsti því hvernig það er að vera fatlaður í almennum grunnskóla, í skóla án aðgreiningar. Eiður fæddist með hjartagalla, fór tveggja daga gamall í hjartaþræðingu til Bandaríkjanna og er greindur með CP, eða Cerebral Palsy, sem er þekkt hreyfihömlun barna – en Eiður Atli hefur líka greinst á einhverfurófi.
Eiður, sem verður 14 í sumar mætti til Lindu í Þjóðbraut ásamt Agnesi Veroniku Hauksdóttur móður sinni.
Enn vantar heilbrigðisstefnu
Birgir Jakobsson, landlæknir og senn aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra ræða alvarlega ábendingar í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar á hvernig kaupum ríkisins á heilbrigðisþjónustu er háttað. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ og fyrrverandi formaður velferðarnefndar Alþingis fór yfir málið með Birgi.
Flytur grínið út
Ari Eldjárn var einnig gestur í Þjóðbraut. Hann er farinn að halda uppistand í útlöndum, gekk fádæma vel á Edinborgarhátíðinni fyrir ekki svo löngu. Nú er Ari kominn með umboðsmann ytra og heldur uppstand á hátíð í Soho í London og dvelur svo í mánuð í Ástralíu við sömu iðju. Hópur hans Mið-Ísland munu í millitíðinni koma fram í Háskólabíói til að flytja prógram sitt sem sýnt er vanalega í Þjóðleikhúskjallaranum.