Skrefinu lengra / 5. þáttur / Snædís fer í Bláfjöll og heimsækir Útivist

25.02.2019

Í fimmta þætti af Skrefinu lengra á Hringbraut fer Snædís Snorradóttir í Bláfjöll og skoðar svæðið. Hún ræðir við Magnús Árnason framkvæmdastjóra, sem segir frá fyrirhuguðum framkvæmdum í Bláfjöllum og Skálafelli, en á næstu 11 árum verða þær umtalsverðar. Bæta á við snjóvélum, nokkrum stólalyftum og grunnskipulaginu verður breytt ásamt því að betri skíðaleiga verður sett á laggirnar. Auk þess er áætlað að bæta við fleiri skálum. Magnús segir okkur einnig frá vinsældum skíða- og brettaskólanna sem eru þétt setnir allar helgar. 

Að því loknu heimsækir Snædís Skúla H. Skúlason, framkvæmdastjóra Útivistar, og kynnir sér starfsemi fyrirtækisins. Útivist sér um fjöldann allan af útivistarafþreyingu fyrir fólk á öllum aldri en þar má nefna fjallgöngur, skíðagöngur, jeppaferðir, hjólreiðaferðir ásamt skipulögðum fjölskylduferðum. Útivist sér einnig um að viðhalda og byggja fjallaskálana sem eru víðs vegar um hálendið, þar sem aðstæður geta oft verið ansi ævintýralegar. 

Fleiri myndbönd

Skrefinu lengra / 4. þáttur / Söluskóli Gunnars Andra / Iðan fræðslusetur / Hannyrðanámskeið í Handverkshúsinu

18.02.2019

Skrefinu lengra / 3. þáttur / Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum - Samskipta- og skipulagslausnin Memaxi

11.02.2019

Skrefinu lengra / 2. þáttur / Dáleiðsla - Endurmenntun HÍ - Markþjálfun

04.02.2019

Skrefinu lengra / Stikla

01.02.2019

Skrefinu lengra / 1. þáttur

28.01.2019