Ritstjórarnir
Þriðjudaga kl. 21:00 - Stjórnandi þáttarins er Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Um þáttinn: Ritstjóri Hringbrautar, Sigmundur Ernir Rúnarsson fær til sín tvo ritstjóra frá fjölmiðlum á Íslandi til að rýna í þær fréttir sem eru efst á baugi hverju sinni. Þættinum er ætlað að vera einskonar mælikvarði á framgöngu stjórnmálaforingja og stjórnenda atvinnulífs og félagasamtaka, en jafnframt greining á því sem er að gerast bakvið tjöldin í íslensku samfélagi.