Karl Ágúst og sonur: Guðnaeyru, nýtt nafn á Ísland og gestirnir Laddi og sonur
Karl Ágúst og sonurinn Eyvindur rýna í fréttir og pólitík á miðvikudagskvöldum kl.21.30. Þátturinn er endursýndur yfir vikuna.
Í þetta sinn skoða þeir feðgar nýjasta tískufyrirbærið, Guðnaeyrun, spila enn einn umgang af Stjórnarmyndunarspilinu, reyna að finna nýtt nafn á Ísland, þar sem bresk verslunarkeðja virðist eiga höfundarréttinn á gamla nafninu, og ræða við feðgana Þórhall Sigurðsson, eða Ladda, og Þórhall Þórhallsson, eða son hans Ladda.