Bryggjan: Íslandssaga á Suðureyri og umheimurinn
Bryggjan, þáttur um sjávarútveg fjallar um atvinnugreinina á Vestfjörðum næstu vikur. Fyrst var það fiskvinnsla Íslandssögu á Suðureyri í þættinum í gærkvöld, mánudaginn 5.des.
Dr.Ágúst Einarsson skýrir meiriháttar úttekt sína á íslenskum sjávarútvegi í alþjóðlegu samhengi. Sérfræðingur frá Hafró kemur einnig og ræðir stuttlega samskiptin við sjómenn og hve mikið samstarf sjómenn og vísindamennirnir hafa.
Bryggjan heimsótti fyrirtæki á Vestfjörðum í byrjun mánaðarins. Sjá má afraksturinn frá Ísafirði, Bolungarvík, Flateyri, Suðureyri og í Hnífsdal á næstu vikum í þættinum. Ólík fyrirtæki eru heimsótt á norðanverðum Vestfjörðum sem er sá landshluti sem mikið reiðir sig á atvinnugreinina og með ýmsum og ólíkum hætti.
Sölvi fær til sín Dr.Ágúst Einarsson, prófessor sem hefur nýverið gefið út mikið rit sem nefnist Íslenskur sjávarútvegur í alþjóðlegur samhengi. Hugtök eins og fiskihagfræði koma við sögu en ekki síður söguleg þróun sjávarútvegsins og tengsl hans við umheiminn, ólíka markaði og veiðarnar sjálfar.
Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar hjá Íslandssögu á Suðureyri ræðir í þættinum í kvöld við Lindu Blöndal um umfang vinnslunnar og helstu ógnir við reksturinn.