Kynning: SINDRI - 30.maí 2017
Atvinnulífið heimsækir að þessu sinni SINDRA en fyrirtækið var upphaflega stofnað um miðja síðustu öld. Mikið hefur breyst síðan þá en í dag sérhæfir SINDRI sig í sölu á verkfærum fyrir fagfólk og alls kyns vinnufatnaði fyrir hina ýmsu aldrushópa. Einnig er Efnissala G.E. Jóhannessonar heimsótt en eigandi SINDRA festi nýlega kaup á þessu gamalgróna fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum og þjónustu fyrir pípulagningamarkaðinn. Umsjón: Sigurður K. Kolbeinsson. Kvikmyndataka: Friðþjófur Helgason.