VIRK Þáttur 1 Stikla

07.11.2018

Ný þáttaröð hefur göngu sína á Hringbraut í kvöld, 7.nóvemner um VIRK starfsendurhæfingarsjóðinn. Fyrsti þáttur af fjórum er á dagskrá klukkan 20 í kvöld, miðvikudaginn 7.nóvember. Þættirnir eru í umsjón Lindu Blöndal og Friþjófs Helgasonar.

Í fjögurra þáttaröð um VIRK er fjallað um sjóðinn sem hefur komið þúsundum manna aftur inn á vinnumarkað eftir veikindi eða slys. Upphafið að Virk og árangur – Saga Virk verður á hverju miðvikudagskvöldi næstu vikurnar.

Í fyrsta þættinum í kvöld er rætt við Vigdísi Jónsdóttur framkvæmdastjóra og ráðgjafana Ágústu Guðmarsdóttur, Elfu Hrund Guttormsdóttur, Eymund Garðar Hannesson og Ágúst Sigurður Óskarsson en öll starfa þau ólíkum landshlutum.

VIRK var stofnað fyrir tíu árum síðan og er  fyrir einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu en stefna að meiri þátttöku á vinnumarkaði – eða vilja komast í fyrsta sinn í vinnu. 

Um 7500 einstaklingar hafa komist aftur til vinnu með hjálp sjóðsins– VIRK hefur sparað mönnum þungar þrautir og þjóðfélaginu marga milljarða króna.