Vidskipti Vilborg Arna um Tinda travel

13.04.2018

Vilborg Arna Gissurardóttir segir frá fyrirtækinu Tinda travel í þættinum Viðskipti með Jóni G. sem var síðast á dagskrá þriðjudaginn 10.apríl.

Vilborg Arna er framkvæmdastjóri Tinda Travel. Hún segir að fyrirtækið muni bjóða fjölda nýrra ævintýraferða á næstunni. Vilborg er í viðskiptaþætti Jóns G. Haukssonar og ræðir fyrirtækið sem hún stofnaði ári eftir að hún kláraði MBA-nám sitt við Háskóla Íslands vorið 2011. Fyrsta verkefnið var ganga Vilborgar á Suðurpólinn. Þau Jón G. koma víða við í þættinum um rekstur Tinda Travel og ræða m.a. Everest-leiðangurinn á síðasta ári: „Ég leit svo á að það yrði miklu erfiðara fyrir mig að fara í gegnum lífið án þess að hafa klárað Everest.“