Viðskipti með Jóni G - Vilborg Arna

Klippur 13.04.2018

Vilborg Arna Gissurardóttir, framkvæmdastjóri Tinda Travel mætti í þáttinn til Jóns G. Haukssonar þriðjudaginn 10.apríl og ræddi m.a. góð ráð um stjórnun og Everest.

Vilborg Arna er framkvæmdastjóri Tinda Travel. Hún segir að fyrirtækið muni bjóða fjölda nýrra ævintýraferða á næstunni. Vilborg er í viðskiptaþætti Jóns G. Haukssonar og ræðir fyrirtækið sem hún stofnaði ári eftir að hún kláraði MBA-nám sitt við Háskóla Íslands vorið 2011. Fyrsta verkefnið var ganga Vilborgar á Suðurpólinn. Þau Jón G. koma víða við í þættinum um rekstur Tinda Travel og ræða m.a. Everest-leiðangurinn á síðasta ári: „Ég leit svo á að það yrði miklu erfiðara fyrir mig að fara í gegnum lífið án þess að hafa klárað Everest.“