Þjóðbraut Vilhjálmur Bjarnason

17.04.2018

Enn er verið að brjóta á fólki, segir forsvarsfólk Hagsmunasamtaka heimilanna. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður og Vilhjálmur Bjarnason, varaformaður mættu til Lindu Blöndal í Þjóðbraut en um 9000 heimili eru skráð í samtökin.

Um helgina birtu samtökin auglýsingu í Fréttablaðinu með sinni meginkröfu, sem er sú að gerð verði rannsóknarskýrsla á fjármálagjörningum eftir hrun. Bæði þeim sem snúa að heimilunum en einnig tilfærslu verðmæta úr gömlu bönkunum í þá nýju. Tímamót séu til þess einmitt núna, tíu árum eftir hrun.

Stór hluti þess tíma var í stjórnartíð fyrstu vinstri ríkisstjórnar á Íslandi.

Aðspurð um hvaða erindi samtökin hafi í dag þegar hagsæld virðist ríkja í samfélaginu, kaupmáttur meiri og greiður aðgangur að lánsfé, segir Vilhjálmur að enn séu ekki komnir nægilega margir hæstarréttardómar til tryggja rétt neytenda gagnvart bönkum og lánastofnunum. Dómar t.d. um gengislán og vexti í greiðsluskjóli hafi nýst í tilteknum málum en ekki yfir allt sviðið fyrir alla neytendur.