Þjóðbraut Steinunn Kristjánsdóttir

12.04.2018

Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur hlaut langhæsta styrkinn á miðvikudaginn síðastliðinn þegar veittir styrkir úr fornleifarannsókna úr Fornminjasjóði. Langhæsti styrkurinn var veittur til frekari rannsókna á Þingeyrarklaustri sem er verkefni Steinunnar og einnig var rannsókn hennar á aftökum á Íslandi við siðaskiptin styrkt.

Verk Steinunnar Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir sem kom út í fyrra fékk nýlega árlega viðurkenningu Hagþenkist. Í bókinni segir frá fjórtán stöðum um landið þar sem grafnar voru upp rústir og grafir fornra klaustra. Í ritinum er mikilvægar heimilidir um hvað raunverulega var innan klaustrana, hvers konar fólk og hvers konar starfsemi, eitthvað sem lítið var vitað um þótt staðsetning klaustrana væri kunn.

Steinunn var gestur í þættinum Þjóðbraut hjá Lindu Blöndal fimmtudag 5.apríl. Hún ræðir meðal annars nýju rannsóknina um aftökur og þvingaðar játningar.

Rannsóknir Steinunnar og hennar liðs voru víðfemar og nefna má að þegar uppgreftri á Skriðuklaustri í Fljótsdal var lokið höfðu þau fundið 295 grafir og beinagrindur.