Þjóðbraut: Ofbeldi gegn konum og börnum

Klippur 05.01.2017

Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir í Þjóðbraut í kvöld frá dvöl kvenna og barna í athvarfinu á liðnu ári. Í skýrslu fyrir árið 2016 kemur fram að meðaldvöl kvenna og barna hefur aldrei verið eins löng og í fyrra. Þá dvaldi hvert barn að meðaltali 41 dag í Kvennaathvarfinu sem verður að teljast býsna löng dvöl í neyðarathvarfi. 

Færri konur en áður fara heim til ofbeldismannsins en jafnframt fleiri úr landi, fleiri koma í athvarfið vegna ábendinga frá lögreglu og/eða félagsráðgjafa og fleiri nefna ofbeldi gegn börnum sem eina af ástæðum komu.

Sölvi ræðir við Sigþrúði í kvöld á Þjóðbraut sem er frumsýnd Kl. 21 á Hringbraut í kvöld, fimmtudag.