Þjóðbraut Ísold Uggadóttir

Klippur 16.03.2018

„Ég er sjaldan komin á frumsýningu í huganum“, segir Ísold Uggadóttir leikstjóri í viðtali við Lindu Blöndal á Þjóðbraut en fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd Andið eðlilega hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur og verðalaunuð við frumsýningu á Sundance kvikmyndahátíðinni.

Almennar sýningar hófust fyrir tæpri viku á kvikmyndinni en frumsýning var á Sundance kvikmyndahátíðinni. Myndin var valin þar til sýninga sem er stórt skref en Ísold bætti um betur og hreppti verðlaun sem besti leikstjóri í flokki erlendra kvikmynda auk þess sem hún fékk alþjóðleg gagnrýnendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Ísold er líka handritshöfundur myndarinnar.