Þjóðbraut: Egill Helga og Stefanía

Klippur 05.01.2017

Egill Helgason, sjónvarpsmaður og Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur spá í ríkisstjórnarmyndun á Hringbraut í kvöld og telja að þær viðræður sem eru á milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar séu komnar of langt til þess að Bjarni geti snúið sér að VG og Framsókn sem hafa undanfarna daga sóst eftir samtali við hann. Egill bendir á að Bjarni hafi beðið um umboðið á Bessastöðum í skilgreindum tilgangi til að mynda hina svonefndu ACD stjórn.