Þjóðbraut Bryndís Hlöðversdóttir

12.04.2018

Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari boðar nýtt og bætt vinnulag í kjarasamningum, 80 kjarasamningar renna út í desember og 149 til viðbótar í mars á næsta ári. 

Bryndís er gestur á Þjóðbraut hjá Lindu Blöndal í kvöld, 12 .apríl

Um 300 manns frá stéttarfélögum og launagreiðendum sem koma að hverri kjarasamningalotu. Bryndís skipulagði því þriggja daga námsstefnu um samningagerð fyrir íslenskt samninganefndafólk til að auka færni þess. Margir nýjir koma að samningagerð í hvert sinn og eru undir gríðarlegu álagi frá baklandi sínu og samfélagsmiðlum og hefðbundnum fjölmiðlum líka.

Meðal þess sem Bryndís bendir á varðandi vinnubrögðin í er að of seint er sest niður hér á landi til að ræða kaup og kjör. Í því sambandi segir hún að órofa samningar þekkist ekki á Íslandi, það er að kjaraamningar séu framlengdir eða endurnýjaðir áður en þeir renna út. Í Noregi til dæmis sé farið yfir samninga áður en þeir renna út í 80 prósent tilvika, hér landi er þetta null prósent, þannig að hér eru kjarasamingar ræddir þegar svokölluð friðarskylda er liðin og allt opið fyrir aðgerðir eins og verkföll.

Bryndís miðar að nokkru leyti við upphaf sitt í starfinu þar sem kristallaðist vinnubrögð sem viðhafast á Íslandi á svo mörgum sviðum.

Ástæða fyrir því að Bryndís fór út í þetta verkefni er hennar persónulega reynsla þegar hún tók við starfinu: „Þegar ég tek við þessu starfi, og það var svolítið íslenska leiðin, ég fékk að vita á miðvikudegi að ég væri ráðin í starfið og átti að byrja á mánudegi og það var í miðri samningalotu“, segir Bryndís og að hún hafi rætt við fráfarandi ríkissáttasemjara fyrri part dags og það hafi veri allt og sumt.

„Ég kem inn í Borgartún, fékk minnir mig einn formiddag með forvera mínum Magnúsi Péturssyni í svona undirbúning og síðan var bara að demba sér í djúpu laugina. Ég hef stundum líkt þessu við að ég stæði á járnbrautarpalli í stórborg og á háannatíma og ætlaði að reyna að fara að stýra umferðinni, hvert fólk ætti að fara, því það voru allir í sínum leiðangri hingað og þangað“, segir Bryndís.