Súrefni Aðalsteinn Sigurgeirsson

19.06.2018

Skógar jarðar binda um þriðjunginn af losun koldíoxíðs eða CO2 sem verður vegna bruna á jarðefnaeldsneyti og öðru. Það er heimsmeðaltalið. Hér á Íslandi er samsvarandi tala 6,4 prósent. Þetta er meðal þess sem Aðalsteinn Sigurgeirsson, Skógerfðafræðingur og fagmálastjóri Skógræktarinnar við Mógilsá segir m.a. í þættinum Súrefni mánudaginn 18.júní.

Hins vegar er þetta hlutfall Íslands mest komið til vegna frekar ungra ræktaðra skóga sem voru ræktaðir eftir árið 1990.  

„Bindingin eykst með hverjum hektara sem verður af skógum á landinu og hún getur aukist enn frekar og það eitt sem að segir okkur að miðað við ýmsar sviðsmyndir sem við getum teiknað upp þá gæti skógurinn á Íslandi bundið verulega og hugsanlega alla losun frá Íslendingum og getur jafnvel náð því að verða kolefnishlutlaus innan fárra áratuga“, segir Aðalsteinn.

Skógrækt vinnur vel gegn loftslagsbreytingum. Timbur sem t.d. byggingarefni er einnig mjög mikilvægur þáttur til kolefnisjöfnunar. Aðalsteinn segir Íslendinga hæglega geta kolefnisjafnað svo mikið með skógrækt til að ná markmiðum um minnkun losun koldíoxíðs eða CO2.

Hve mikið getur skógræktin unnið gegn losun gróðurhúsalofttegunda? Er ein meginspurning þátturins í kvöld sem er á sjöundi í þáttaröðinni Súrefni – þætti um umhverfismál.

Þátturinn í heild sinni

Súrefni 14.maí 2018

15.05.2018

Fleiri klippur úr þættinum

Nicole og Vilhjálmur í umhverfisþætti

28.05.2018

Bjarni Már um rafbílahleðslu

04.06.2018