Nýr borgarstjórnarmeirihluti

14.06.2018

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir frá Viðreisn verðandi formaður borgarráðs segir Viðreisn aldrei hafa gert kröfu um að fá embætti borgarstjóra í viðræðum um nýjan meirihluta í borginni.

Fulltrúar nýs meirihluta í borgarstjórn mæta á Þjóðbraut til Lindu Blöndal í kvöld, fimmtudaginn 14.júní: Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík tekur við sem forseti borgarstjórnar Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður Samfylkingarinnar sem verður formaður velferðarráðs og Þórdís Lóa.