MAN Jóga

Klippur 01.11.2017

Hjónin Jóga og Jón Gnarr eru gestir í MAN þætti kvöldsins, 1.nóvember. 

Jóga og Jón Gnarr ræða þau m.a. sambandið, samstarfið, erfiða reynslu Jógu sem varð efni í bók og hvernig það er að stofna til fjölskyldu með fjögur börn og bæta einu við.

Bókin Þúsund krossar kemur út á næstu dögum. Bókina skrifaði Jón um erfiða lífsreynslu Jógu í kjölfar slyss í Bandaríkjunum. Hana skrifuðu þau síðasta vetur í Texas og gekk upprifjunin verulega nærri Jógu.