HM spjall með Gunnari Helgasyni

14.06.2018

Gunnar Helgason rithöfundur og leikari er á leið til Rússlands á HM. Hann mætir til Lindu Blöndal á Þjóðbraut og segir að sem leikari hafi hann alltaf sagt að knattspyrnuleikir séu eins og leikhús - spunaleikur þar sem hver staða er þó fyrirfram ákveðin. Gunnar sem hefur gefið út sérstaka bók fyrir yngri kynslóðina um Ísland á HM er í spjalli um HM í þættinum.