Bjarni Már um rafbílahleðslu

04.06.2018

Í fimmta þætti Súrefnis, mánudaginn 4.júní fer Pétur Einarsson ökuferð með Bjarna Má Júlíussyni hjá Orku náttúrunnar (ON). Bjarni segir upp og ofan af því hvers lags möguleiki nú er kominn með því að eiga rafbíl – þeir fara um á einum slíkum og ræða t.d. hvernig maður hleður bílinn, kostnað aðgengi að orkunni og fleira. 

Líkt og hleðslutæki fyrir gemsa

„Fólk er stundum að lenda í vandræðum með þetta vegna þess að við erum alin upp við það af foreldum okkar að taka bensín á bílinn og það kunnum við öll en þetta er nýtt fyrir okkur, að það þarf að ýta á alls konar takka“, segir Bjarni Már og að hraðhleðslukerfið virki líkt og með farsímana. Nú séu tvö hraðhleðslukerfi í gangi fyrir bílana, annars vegar Asíukerfið og hitt Evrópukerfið þar sem framleiðendur komu sér ekki saman um eitt. Nauðsynlegt er að hafa tvö hleðslutæki fyrir sitt hvort kerfið, sumsé tvö tæki í bílnum eins og staðan er nú ennþá en vonast er til að hleðslutækin samræmist í framtíðinni.  

Fjöldi hleðslustöðva er hringinn í kringum landið og í maí varð í fyrsta sinn orðið fært á öllum rafbílum hringinn um landið, það er bílar, jafnvel með minnstu rafhlöðunni draga núna á milli hraðhleðslna á þjóðvegi eitt.

Um 20 til 30 mínútur tekur að hlaða rafbílinn fyrir 100 kílómetra akstur í svoköllðuðum, upplýsir Bjarni Már.

Hraðhleðslan ekki fastur liður

Hins vegar hafa sumir eigendur rafbíla aldrei þurft að fara á hraðhleðslu þar sem hleðsla bílsins heima yfir nóttina nægir í innan bæjaraksturinn dags daglega en hleðslur fyrir heimili má nú kaupa hjá ýmsum þjónustuaðilum.

Einstaklingsalan hafin

ON vinnur orku aðallega úr jarðgufu af Hengilsvæðinu. ON er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur og rekur Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjun, auk lítillar vatnsaflsvirkjunar í Borgarfirði. ON hefur selt orku til fyrirtækja og heimila og nú einnig til einstaklinga á rafbílum.  

Upplýsingaver ON er opið allan sólarhringinn í síma 591 2700 þar sem margir eru að fóta sig áfram með nýjan rafbíl.

Þátturinn í heild sinni

Súrefni 14.maí 2018

15.05.2018

Fleiri klippur úr þættinum

Nicole og Vilhjálmur í umhverfisþætti

28.05.2018

Súrefni Aðalsteinn Sigurgeirsson

19.06.2018