Áslaug María á Þjóðbraut

07.06.2018
„Þekkjum rauðu ljósin“ var yfirskrift málþings í gær sem haldið var af Bjarkarhlíð miðstöð fórnarlamba ofbeldis, Kvennaathvarfinu, Samtökum kvenna af erlendum uppruna Jafnréttisstofu, Lögvís lögmannsstofu, auk kvenna sem komið hafa fram í tengslum við Metoo-fjölskyldutengs. 

Markmiðið er að beina sjónum að vangetu stjórnkerfisins til að takast á við ofbeldi í nánum samböndum og úrræðaleysi gagnvart gerendum. Fjallað var um ofbeldið sem kerfið lítur framhjá og ósýnileika gerenda. 

 Margir tóku til máls og á málþinginu hélt m.a. erindi Áslaug María, sem starfar sem markþjálfi og var þolandi kynferðis- og heimilisofbeldis í uppvexti sínum og einnig á fullorðinsárum. Hún er á Þjóðbraut hjá Lindu Blöndal fimmtudaginn 7.júní.