Árangurslaust starf skiptastjóra í 6 ár

13.02.2018

Grímur Sigurðssson hrl. var skipaður Skiptastjóri í þrotabúi Sigurplasts (síðar SPlasts ehf.) í september 2010.  Skiptalokum lauk árið 2016 en enginn árangur varð að vinnu skiptastjórans sem eyddi 64 milljónum í skiptalokin, þ.a. 25 milljónum kr. í þóknun til Lögmannsstofunnar Landslaga þar sem hann starfar.  Þáttur Atvinnulífsins um þetta sérstaka mál verður endursýndur á Hringbraut í kvöld kl. 20.30.