Súrefni umhverfisþáttur 28.maí 2018

29.05.2018

Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Reykjavíkur ræðir í fimmta umhverfisþættinum Súrefni, mánudagskvöldið 28.maí um hvaðan hreina vatnið kemur til höfuðborgarsvæðsins. Pétur Einarsson hittir hana við Gvendarbrunn í Heiðmörk en einnig Vilhjálm Vilhjálmsson forstjóra HB Granda um borð í Engey. Vilhjálmur segir m.a. frá því að fyrirtækið hafi sett upp endursvinnslustarfsstöðvar á þeim stöðum sem fiskiskip Granda koma til. Alveg viðsnúningur hafi orðið á endurvinnslu úrgangs frá skipunum.

Þátturinn er frumsýndur Kl.20.30 á mánudagskvöldum.

Nicole Keller sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun er svo í viðtali hjá Lindu Blöndal í þættinum.

Vitund Íslendinga um loftslagsmálum hefur vaxið hratt á undanförnum árum. En hvaða mengun sendum við út í loftið hér á Íslandi?

Í nýútkominni og viðamikilli skýrslu íslenskrar vísindanefndar um loftslagsbreytingar 2018 er meðal annars fjallar um losun gróðurhúsalofttegunda og hlýnun jarðar.

Hlýnunin veldur breytingum á náttúrufari og samfélögum ekki bara um víða veröld heldur líka á Íslandi – svo ekki sé minnst á öll heimsins höf. Hér við land er hafið til dæmis að súrna meira en annars staðar. Heimshöfin hafa tekið við um 30 prósent af koldíoxíðslosuninni. Hlýnun hefur áhrif á vistkerfi dýra og hafís á norðurhveli dregst saman og ísinn þynnist. Þessa viðamiklu skýrslu gerðu vísindamenn frá Veðurstofunni, Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskólanum, Náttúrufræðistofnun Íslands og Hafró.

Vilhjálmur í HB Granda minnist viðhorfsins á árum áður þegar öllu var bara hent í sjóinn sem þótti úrgangur eða drasl. Nicole Keller nefnir tölur um hvernig náttúruleg losun gróðurhúsalofttegunda hafi verið og hvað síðan mennirnir hafi bætt við

Fleiri myndbönd

Smakk / Takk 18.júní.

19.06.2018

Smakk / Takk 11.júní

12.06.2018

Smakk / Takk 4.júní

05.06.2018

Smakk/Takk 2.þáttur

30.05.2018

Smakk Takk 14.maí

15.05.2018