Sjónarhorn
Fimmtudaga kl. 21.00 - Stjórnandi þáttarins er Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Um þáttinn: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður Félags kvenna í atvinnulífinu verður með nýjan mannlífsþátt á Hringbraut fram á sumar þar sem hún skoðar margvísleg æurlausnarefni sem fólk glímir við á lífsleiðinni. Þórdísi Lóu er í raun ekkert mannlegt óviðkomandi í þessum þáttum sínum sem spanna svo vítt svið samfélagsins að hún kemur áhorfendum að óvörum í hverjum þættinum af öðrum. Óhætt er að segja að Þórdís Lóa opni fyrir okkur kima samfélagsins sem hafa verið flestum lokaðir.