Hringtorg
Þáttur fer aftur á dagskrá í ágúst - Stjórnandi þáttarins er Hulda Bjarnadóttir
Um þáttinn: Þátturinn verður upplýsandi samtal um íslenskt viðskiptalíf, stjórnun, rekstur og samkeppni. Leitast verður eftir að leiða saman stjórnendur íslenskra fyrirtækja sem eru tilbúnir að ræða málin á einlægan og opinskáan máta. Í slíku spjalli verður ávallt komið inn á markaðinn og þær hindranir eða áskoranir sem stjórnandinn tekst á við, eða atvinnugreinin í heild. Tíðarandinn ræður för í efnistökum og verða tveir til þrír reyndir stjórnendur í hverri atvinnugrein teknir tali hverju sinni.