Hafnir Íslands Snæfellsbær

23.10.2017

Í Snæfellsbæ hefur Sjávarútvegurinn verið burðarstoðin og mikil útgerð hjá stórum sem smáum bátum. Snæfellsbæ rekur þrjár hafnir í Ólafsvík, á Rifi og á Arnarstapa. Um hundrað bátar landa í höfnunum daglega þegar mest lætur í strandveiðum á sumrin.  

Í fjórða þættinum um hafnir landsins eru hafnirnar heimsóttar og rætt við hafnarstjórann Björn Arnaldsson og einnig við bæjarstjóra Snæfellsbæjar, Kristinn Jónasson á Hellissandi.  Gríðarleg áhersla er lögð á að gera hafnirnar að fallegu útivistarsvæði og sérstaklega hefur verið nostrað við höfnina í Ólafsvík og svo er hin náttúrulega fegurð í kringum Arnarstapa ólýsanleg - en höfnin er smá og grunn en í heillandi umhverfi sem dregur ekki síður að ferðamenn. 

Þátturinn er frumsýndur Kl.21.30 á mánudagskvöldum og svo endursýndir. Þættirnir eru í umsjón Lindu Blöndal og Friðþjófs Helgasonar.

Fleiri myndbönd

Hafnir Íslands: Hafnasambandið

21.11.2017

Hafnir Íslands: Vestmannaeyjar

14.11.2017

Hafnir Íslands: Reykjaneshafnir

08.11.2017

Hafnir Íslands Skagafjarðarhafnir

31.10.2017

Hafnir Íslands Fjarðabyggðahafnir

13.10.2017

Hafnir Íslands: Faxaflóahafnir þáttur 2

03.10.2017

Hafnir Íslands: Faxaflóahafnir þáttur 1

26.09.2017