Hafnir Íslands Skagafjarðarhafnir

31.10.2017

Í Skagafirði hafa menn lagt langtum meira á sig en á flestum öðrum hafnarstöðum landsins til þess að byggja upp mannvirki við sjó svo byggð gæti þrifist. Ferðast þurfti nærri 50 kílómetra til að ná í stórgrýti í hafnargerðina. Mikið landbrot ógnaði húsum íbúanna áður fyrr og verslun þar. Með harðfylgi tókst að byggja upp góða og varanlega höfn sem er að mörgu leyti sjálfbær auk þess að auka við land jafnt og þétt utan við Sauðárkrók.

 Í þessum þætti um Hafnir Íslands er fjallað um Skagafjarðarhafnir. Þar ber aðallega að telja höfnina á Sauðárkróki en á Hofsósi er einnig smábátahöfn. Sauðárkrókshöfn er meðalstór fiski- og flutningahöfn. Heildaraflinn hefur vaxið undanfarið jafnt og þétt þar en til hafnarinnar á Sauðárkróki voru flutt inn tæplega 15 þúsund tonn, aðallega áburður en einnig frosin rækja og sandur. Frá höfninni fóru rúmlega 16.800 tonn og útflutningurinn nær alfarið sjávarafurðir.

Rætt er við Dag Þ. Baldvinsson, hafnarstjóra, Sigríði Magnúsdóttur, formann umhverfis og samgöngunefndar og Brynjar Pálsson, fyrrverandi formann hafnar og samgöngunefndar. 

Umsjónarmenn þáttarins eru Linda Blöndal og Friðþjoðfur Helgason

Fleiri myndbönd

Hafnir Íslands: Hafnasambandið

21.11.2017

Hafnir Íslands: Vestmannaeyjar

14.11.2017

Hafnir Íslands: Reykjaneshafnir

08.11.2017

Hafnir Íslands Snæfellsbær

23.10.2017

Hafnir Íslands Fjarðabyggðahafnir

13.10.2017

Hafnir Íslands: Faxaflóahafnir þáttur 2

03.10.2017

Hafnir Íslands: Faxaflóahafnir þáttur 1

26.09.2017