Hafnir Íslands Fjarðabyggðahafnir

13.10.2017

Hvergi á landinu eru jafn margar hafnir á forræði eins sveitarfélags eins og í Fjarðabyggð.

Fjarðarbyggðahafnir eru sjö talsins, höfn í Mjóafirði, á Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og á Stöðvarfirði. Starfsemi hafnanna er fjölbreytt og spannar allt frá Norðfjarðarhöfn, sem er með stærstu höfnum landsins, að Mjóafjarðarhöfn, sem er með þeim minnstu á landinu. Hafnar þjónustan nær til útgerða, fyrirtækja og einstaklinga og  tæplega þriðjungur af vöruflutningum landsins fer þar í gegn. 

Rætt er í þættinum við bæjarstjóra Fjarðarbyggðar, Páll Björgvin Guðmundsson, Smára Geirsson, fyrrverandi forseta bæjarstjórnar og fyrrum formann hafnaráðs og Steinþór Pétursson núverandi hafnarstjóra. Hafnarstjórnina í dag skipa þrjár konur af fimm fulltrúum. Rætt er einnig við Kristínu Ágústsdóttur sem situr í stjórninni.

Norðfjarðarhöfnin er sú nyrsta af Fjarðarbyggðahöfnum og telst stærst. Landaður afli hefur numið yfir 200 þúsund tonnum að jafnaði undanfarin ár og skipakomur eru um og yfir 500 á ári. Höfnin er ein stærsta uppsjávar-fiskihöfn landsins.

Á Eskifirði og Reyðarfirði eru fiski- og vöruflutningahafnir. Frá Stöðvarfirði og Mjóafirði eru aðallega stundaðar smábátaveiðiar. Mjóeyrarhöfn við Reyðarfjörð er með stærri vöruflutningahöfn landsins.

Fleiri myndbönd

Hafnir Íslands: Hafnasambandið

21.11.2017

Hafnir Íslands: Vestmannaeyjar

14.11.2017

Hafnir Íslands: Reykjaneshafnir

08.11.2017

Hafnir Íslands Skagafjarðarhafnir

31.10.2017

Hafnir Íslands Snæfellsbær

23.10.2017

Hafnir Íslands: Faxaflóahafnir þáttur 2

03.10.2017

Hafnir Íslands: Faxaflóahafnir þáttur 1

26.09.2017