Lífsstíll

Fyrsti þátturinn með Völu Matt og Garra:

Uppskriftir frá Eyþóri kokki á Bazaar

Í fyrsta þætti Leyndarmáls veitingahúsanna með Völu Matt, fóru Valgerður og Haukur Sigurbjörnsson tökumaður, á veitingahúsið Bazaar Oddson. Þar skoðaði Vala hönnun staðarins og einstaka hönnunargripi, sem eru sér hannaðir fyrir staðinn og fengnir alls staðar að úr heiminum. ,,Þetta var dálítið eins og myndlistarsýning," sagði Vala um gerð þáttarins. Í eldhúsinu á Bazaar ræður ríkjum sjónvarpskokkurinn vinsæli Eyþór Rúnarsson, sem galdrar fram nokkra dýrindis rétti: Hann matreiðir saltfisk á mjög nýstárlegan hátt. Hann gerir einstakan pastarétt með fennel og svo dásamlegt panna cotta. Síðan kennir hann áhorfendum nokkur kokkatrix, meðal annars fyrir bestu sósuna í heimi, þar sem parmesanostur kemur við sögu. Þættirnir eru á dagskrá Hringbrautar kl.20 á fimmtudagskvöldum, en hér eru nokkrar uppskriftir sem við fengum frá Eyþóri.

Annar þátturinn með Völu Matt og Garra:

Uppskriftir frá Sollu á Gló

Í þætti tvö af Leyndarmál veitingahúsanna förum við í Gló í Fákafeni þar sem hannaður hefur verið markaður, kaffihús, verslun og veitingastaður eins og víða hefur verið gert erlendis. Við skoðum hráa iðnaðarlega hönnunina og svo fáum við nokkur kokkatrix hjá margverðlaunaða sjónvarpskokkinum vinsæla Sollu Eiríks. Hún býr til ævintýralega góða Raw Brownie. Og svo mun hún einnig meðal annars kenna okkur að búa til lasagna og bestu pesto sósur í heimi!

Þriðji þátturinn með Völu Matt og Garra:

Leyndarmál veitingahúsanna: Uppskriftir frá Bryggjunni brugghús

Í þriðja þættinum í þáttaröðinni Leyndarmál veitingahúsanna förum við og skoðum hönnunina á nýja veitingastaðnum Bryggjan brugghús úti á Granda. Við skoðum óvenjulega og flotta hönnun staðarins og bruggaðstöðu inní miðjum veitingasal. Við förum í eldhúsið þar sem Margrét Ríkharðsdóttir matreiðslumeistari og snillingur sýnir okkur nokkur kokkatrix og kennir okkur meðal annars að búa til sérkennilegan desert þar sem ís og poppkorn koma við sögu. Ótrúlega gott!

Fjórði þáttur Völu Matt og Garra:

Uppskriftir: Leyndarmál veitingahúsanna Gallerý Holt

Í þætti fjögur af Leyndamál veitingahúsanna förum við í einn elsta og sérstakasta veitingastað landsins Gallery Holt. Innréttingarnar hafa haldist klassískar í áratugi og þar er eitt merkasta og flottasta einkasafn af íslenskum málverkum sem gefur staðnum alveg einstaka stemningu. Og í eldhúsinu ræður ríkjum Friðgeir Ingi Eiríksson sem hélt Michelin stjörnu

Skúli Mogensen, forstjóri WOW var gestur Mannamáls í síðustu viku:

Betri árangur krefst betra fólks

Sagan á bak við WOW-ævintýrið var öll sögð í viðtalsþættinum Mannamál á fimmtudagskvöld í síðustu viku en þangað mætti forstjórinn Skúli Mogensen á annarri löppinni, en sú vinstri er með slitið krossband eftir skíðaslys ytra um jólin.

Áslaug Guðrúnardóttir fór með fjölskylduna til Taílands yfir hátíðarnar:

Fóru yfir sjó og land um jólin

Það var enginn skortur á góðum sögum í lífsstílsþættinum Ferðalaginu á Hringbraut í liðinni viku, en meðal viðmælenda þar voru Áslaug Guðrúnardóttir, markaðs- og kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur sem sagði frá jólaferð fjölskyldu sinnar til Taílands.

Íbúðaskipti milli landa æ vinsælli, að því er fram kom í Ferðalaginu:

Ferðastu ódýrt eins og innfæddur

íbúðaskipti milli landa eru að verða æ vinsælli kostur ferðafólks sem vill sláa tvær flugur hið minnsta í einu höggi; ferðast ódýrt og kynnast útlandinu og menningu þess og sögu í sem mestu návígi, fjarrri helstu túristagildrum áfangastaðarins.

Jógvan Hansen var gestur lífsstílsþáttarins Ferðalagið í liðinni viku:

Jógvan: Lambakjötið heima ber af

Söngvarinn dáði, Jógvan Hansen var á meðal gesta Lindu Blöndal og Sigmundar Ernis í lífsstílsþættinum Ferðalaginu í liðinni viku og svaraði því þar til af hverju Íslendingar eigi að leggja leið sína til heimalands hans, Færeyja.

Þjóðhetjan Benoný Ásgrímsson, þyrluflugstjóri í nýjasta Mannamáli:

Átti að vera í þyrlunni sem fórst

Ég afréð fljótlega á ferli mínum sem flugstjóri á þyrlum Gæslunnar að draga ósýnilegt tjald á milli mín í stjórnklefanum og sérfræðinganna aftar í vélinni sem voru að reyna að bjarga þar slösuðu fólki, oft við hrikalegar aðstæður - og einkanlega átti þetta við þegar börn áttu í hlut.

Bjartmar Guðlaugsson er gestur Sigmundar Ernis í Mannamáli:

Ég hef stundum lent í lausamölinni

Eitt dáðasta og ástsælasta söngvaskáld þjóðarinnar, Bjartmar Guðlaugsson er gestur Sigmundar Ernis í viðtalsþættinum Mannamál á Hringbraut í kvöld og tekur þar sjálfan sig til kostanna svo um munar.

Ráðinn á Mogga af starandi augnaráði

Mamma íhugaði að skilja við Laxness

Leifsstöð, lundabúðir og sögubækur

Gagnrýnir Davíð fyrir forsetaskrifin

Bongó Tómasar slær í gegn

Blóðfaðirinn fannst í þriðju tilraun

Karl Ágúst og sonur trumpast

XS merkir auðvitað extra small

Stöðugleikinn = stöðug hneyksli

Útvarp Hringbrautar: Eyvi í loftið