Heimili

Hönnun

Stólarnir sem eru að gera allt vitlaust í dag

Flottustu stólarnir á veröndina í dag eru EcoFurn stólarnir. Hönnunin á þeim er aðdáunarverð og lögun þeirra er einstaklega falleg og fangar augað. Þeir prýða umhverfi sitt á heillandi og framandi hátt.

Margrét Leifsdóttir arkitekt og heilsumarkþjálfi hjá Sjöfn Þórðar í þættinum í kvöld:

Heillandi klassískur funkis stíll á heimili Margrétar

Á fallegum stað í hjarta Vesturbæjarins, í reisulegu og stílhreinu einbýlishúsi á tveimur hæðum býr Margrét Leifsdóttir arkitekt og heilsumarkþjálfi. Sjöfn heimsækir Margréti og fær innsýn í heimilisstíl hennar og fjölskyldunnar.

Hilmar S. Sigurðsson og Axel Ómarsson eigendur Bryggjan Grindavík hjá Sjöfn Þórðar í kvöld:

Bryggjan Grindavík mikil lyftistöng fyrir bæjarbraginn í Grindavík

Við höfnina í Grindavík stendur reisulegt og tignarlegt hús, sem hýst hefur netgerð í áratugi ásamt því að vera með lítið, kósý kaffihús í einu horni hússins sem margir hafa tekið ástfóstri við. Nú hafa nýir eigendur hússins, þeir Hilmar Sigurðsson og Axel Ómarsson tekið til hendinni og gert enn betur.

Stefán Geir Þorvaldsson framkvæmdastjóri hjá Nostra hjá Sjöfn Þórðar í kvöld:

Sérhæfa sig í dýnuhreinsun og þið trúið því ekki hvað leynist í dýnunni ykkar

Við eyðum um það bil einum þriðja hluta af ævi okkar í rúminu og flestir gera sér ekki grein fyrir því hversu mikil óhreinindi rúmdýnan hefur að geyma. Það mun koma ykkur á óvart þegar hulunni verður svipt af leyndardómi dýnunnar.

Matarást Sjafnar

Syndsamlega ljúffeng systursamloka croque madame

Á sunnudögum er fátt betra en að fá sér syndsamlega ljúffengan dögurð og það nýjasta sem ég töfraði fram úr eldhúsinu var þessi gómsæta croque madame með nýrri útfærslu sem bragðaðist ómótstæðilega vel. Þessi útfærsla féll svo sannarlega vel í kramið hjá heimilsfólkinu og verður klárlega á boðstólnum aftur.

Heilræði fyrir fasteignakaupendur:

Hefur þú kynnt þér neytendaþjónustu Félags fasteignasala?

Sjöfn Þórðar heldur áfram með heilræði fyrir fasteignakaupendur. Að þessu sinni minnir hún á þjónustu sem í boði er fyrir fasteignakaupendur og hvernig þeir geta reynt að tryggja hagsmuni sína sem best þegar kemur að fasteignaviðskiptum.

Matarást Sjafnar

Meistari í brauðtertugerð

Það má með sanni segja að brauðterturnar séu komnar sterkt inn aftur og samfélagsmiðlarnir loga af girnilegum og fagurlega skreyttum brauðtertum. Við sem eldri erum þekkjum flest brauðtertur og höfum sjálfsagt borðað þær ófáar í alls konar veizlum og samkvæmum. Hárgreiðslumeistarinn Ingibjörg Sveinsdóttir er ein af okkar flottustu brauðtertugerðar snillingum og veit fátt skemmtilegra en að laga girnilega brauðtertu og skreyta hana af hjartans list. Það er óhætt að segja það að brauðterturnar hennar Ingibjargar eru hreint listaverk og bragðast líka ómótstæðilega vel. Brauðtertugerð er ein af okkur góðu íslensku hefðum sem vert er að viðhalda og þykja ómissandi á hátíðarkaffihlaðborðið.

Björn Jóhannsson landslagsarkitekt hjá Sjöfn Þórðar í kvöld:

Frumsýning á stórfenglegri hönnun á Urban Flex sumarhúsinu frá Urban Beat

Með hækkandi sól og sumri langar mörgum til að fegra garðana sína, pallana og jafnvel hanna draumagarðinn. Aðrir vilja eignast drauma sumarhúsið og þrá ekkert heitar en að geta notið þess að vera úti á fallegum sumarkvöldum á huggulegum palli eða verönd. Björn Jóhannsson landslagsarkitekt sérhæfir sig í því að hanna draumagarðinn og uppfylla óskir hvers og eins.

Reynir Kristinsson hjá Fasteignaskoðun hjá Sjöfn Þórðar í kvöld:

Fyrir kaupendur fasteigna er ástandsskoðun á fasteigninni mjög skynsamleg fjárfesting

Ein dýrasta fjárfesting sem flestir einstaklingar og fjölskyldur fara út í á lífsleiðinni er að kaupa fasteign. Það er margt sem ber að hafa í huga þegar fjárfest er í fasteign og meðal þess sem brýnt er að gera er að láta ástandsskoða fasteignina.

Húsráð

Raðar þú rétt inn í ísskápinn þinn?

Það skiptir miklu máli að raða rétt inn í ísskápinn og setja einungis þau matvæli sem þarf að geyma á köldum stað inn í ísskáp, eins og mjólk, rjóma, osta, smjör, kjöt, fisk, álegg, grænmeti og fleira. Jafnframt er nauðsynlegt að matvælin fari á réttan stað inn í ísskápinn til tryggja bestu geymsluna. Ástæðan er sú að hitastig í ísskáp er svolítið breytilegt. Kaldast er næst frystihólfi ef það er til staðar en hlýjast fjærst því. Þetta verður að hafa í huga þegar matvælum er komið fyrir í ísskápnum.

Truflaður góðborgari á sumargrillið að hætti einkaþjálfarans Nönnu Kaaber

Anna Björk galdraði fram syndsamlega ljúffengar Churros

Kósý eldstæði á veröndina eða í bakgarðinn

Umhverfisvænn heimilisstíll heillar og gerir lífið betra

Sindrastóllinn íslensk, klassísk og tímalaus hönnun

Kristín Edwald, okkar Martha Stewart, nýtur þess að leika sér í eldhúsinu

Svona losnar þú við mýflugur í garðinum

Minkurinn býður upp á upplifun sem á sér enga líka

„Dívur“ upp á 12 stig í Júróvisjón partýið

Gleður þú móðurhjartað á mæðradaginn?