Heimili

Heilræði Sjafnar Þórðar

Góð ráð þegar góða brúðkaupsveislu skal gjöra

Sumarið er afar rómantísk árstíð og margir kjósa að gifta sig á sumrin þó svo að brúðkaup fari fram allan ársins hring. Hvert par fyrir sig velur sína árstíð og dag og algengt er að dagsetningin sé táknræn á einhvern hátt fyrir parið. Margt ber að hafa í huga þegar brúðkaup er undirbúið og þá skiptir skipulagningin höfuðmáli. Mikilvægt er að hefja undirbúning og skipulagningu tímanlega, jafnvel með árs fyrirvara, því meiri tími sem lagður er í undirbúninginn því líklegra er að stóri dagurinn verði eftirminnilegri fyrir alla aðila. Brúðkaup er ein af stóru stundunum í lífi para og hefur að geyma dýrmætar minningar.

Fasteignir og heimili

Ómótstæðilegu grilluðu smáréttirnir hennar Hrefnu Rósu Sætran

Í þættinum Fasteignir og heimili á dögunum heimsótti Sjöfn Þórðar, Hrefnu Rósu Sætran matreiðslumeistara, rithöfund matreiðslubóka og sjónvarpskokk með meiru í garðinn hennar í Skerjafirðinum. Í tilefni þess grillaði Hrefna Rósa nokkra af sínum uppáhalds smáréttum. Þeir brögðuðust ómótstæðilega vel og ótrúlega ljúft og einfalt að grilla þessa sælkerarétti sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Sjöfn fékk Hrefnu Rósu til að gefa okkur uppskriftirnar að þessum sælkeraréttum sem vert er að prófa og njóta í sumar.

Lífstíll

Er lavender olía lausnin við lúsmýi?

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er lúsmý lítt hrifið af lavender, hverju svo sem það sætir, og eru verslanir því farnar að bjóða upp á lavenderlausnir við lúsmýi. Lavender olían er farin að rjúka út úr verslunum og apótekum þessa dagana líkt og vifturnar.

Elva Hrund Ágústsdóttir blaðamaður og stílisti með meiru er hjá Sjöfn Þórðar í þættinum í kvöld:

Ein flottasta hönnunarhátíð í heimi

Árlega í byrjun sumars er haldin glæsileg hönnunarhátíð í Kaupmannahöfn þar sem fjölmörg fyrirtæki, hönnuðir og innanhússarkitektar sýna afrakstur sinn, nýjustu stefnur og strauma og hvað koma skal. Elva Hrund Ágústsdóttir er ein þeirra heppnu sem fær boð á þessa stórkostlegu hönnunahátíð árlega og hún kemur í þáttinn til Sjafnar að segja frá því sem augum bar.

Grétar Jónasson lögmaður, fasteignasali og framkvæmdastjóri Félags fasteignasala er hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili í kvöld:

Dýrasta fjárfesting á lífsleið hvers og eins er oftast fasteign

Stærstu viðskiptin sem flestir eiga á lífsleiðinni er að kaupa sér fasteign. Það er því mikilvægt að allt gangi upp og nauðsynlegt að kaupandi fasteignar geti treyst fasteignasalanum sem hann fær ráðgjöf frá í einu og öllu í því ferli sem fram fer þegar fjárfest er í fasteign. Sjöfn fær til sín Grétar Jónasson lögmann og fasteignasala sem jafnframt er framkvæmdastjóri Félags fasteignasala.

Berta Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækisins Modulus sem sérhæfir sig í módulum er hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili í kvöld:

Nútímalegar og stílhreinar byggingar frá Modulus heilla

Í nýju hverfi, við Asparskóg 12 á Akranesi er risin reisuleg og falleg bygging sem nefnist móduli frá fyrirtækinu Modulus. Módular eru byggingar sem afhendast fullkláraðar að innan sem utan með klæðningum, innréttingum, gólfefnum, lögnum, tækjum og öllu sem til þarf. Sjöfn heimsækir Bertu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra Modulus í Asparskóginn þar sem verið er að leggja lokahönd á bygginguna.

Hönnun

Pergólur til að brjóta vindinn

Orðið pergóla birtist hér á landi á þeim tíma sem Stanislas Bohic byrjaði að hanna garða fyrir Íslendinga. Pergólur hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi síðustu misseri. Pergóla er með uppistöður og opið þak með bitum.

Húsráð

Þetta verður þú vita til að þeyta egg á réttan hátt

Nokkur atriði ber að hafa í huga þegar þeyta á egg. Egg þeytast best ef þau eru við stofuhita. Takið því eggin úr ísskáp 15 mínútum fyrir þeytingu og leggið í volgt vatn. Þá er eggið tilbúið fyrir þeytingu en þegar á að skilja eggið og þeyta eggjahvítur vöndum við okkur enn frekar.

Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari sjónvarpskokkur, veitingahúsaeigandi og höfundur matreiðslubóka er hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili í kvöld:

Smáréttir Hrefnu Rósu á grillið bráðna í munni

Í Skerjafirðinum, á kyrrlátum og fallegum stað í nánd við Reykjavíkurflugvöll býr Hrefna Rósa Sætran ásamt fjölskyldu sinni í afar snotru húsi með sál. Sjöfn heimsækir Hrefnu Rósu í garðinn þar sem Hrefna Rósa grillar fyrir hana ljúffenga smárétti sem eiga vel við alla daga ársins en sérstaklega á góðvirðis dögum í skemmtilegum félagsskap.

Soffía Karlsdóttir fagurkeri og forstöðumaður menningarmála Kópavogsbæjar er hjá Sjöfn Þórðar í þættinum í kvöld:

Hrífandi arkitektúr sem tekið er eftir á heimili Soffíu Karls

Á einstökum stað í hjarta Grafarvogs, í fallegu og stílhreinu einbýlishúsi með himnesku útsýni yfir Viðey, Kollafjörðinn, Esjuna og fallega fjallasýn býr Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála Kópavogsbæjar. Sjöfn heimsækir Soffíu Karlsdóttur og fær innsýn í heimilisstíl hennar og fjölskyldunnar. Heimilisstíll Soffíu er afar heillandi, þar sem listfengi þeirra hjóna ber þess sterk merki.

Ómótstæðilega freistandi púðursykurmarengs hnallþóra á 17. júní

Hæ, hó jibbí jei – hvað ætlar þú að gera á 17. júní?

Heimsins bezta bananabrauðið frá Hrefnu Rósu Sætran

Íslensk hönnun og húsgögn í suðurstofu Bessastaða – „Eigum að vera stolt af því sem er hannað og framleitt hér á landi“

84 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu seldust undir ásettu verði

Mikilvæg grillráð þegar við hugum að heilsunni – Þrífur þú grillið reglulega eftir notkun?

Góð ráð fyrir fasteignakaupendur þegar kemur að frágangi lána og þinglýsingu

Íris Björk elskar hamborgara með karamellíseraðum lauk, beikoni og sveppum

Fimm umhverfisvænar leiðir til að losna við illgresi

Brynjar: „Þá knúði sorgin dyra og þau voru nánast óhuggandi“