Heimili

Valgerður Jóhannsdóttir fagurkeri og eigandi veitingastaðarins Hornsins verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili:

Veitingahúsið Hornið í sinni upprunalegu mynd í hjarta miðborgarinnar

Valgerður og eiginmaður hennar Jakob H. Magnússon eru eigendur Hornsins og fögnuðu nýverið 40 ára afmæli staðarins. Í tilefni þessa heimsótti Sjöfn, Valgerði, á veitingahúsið Hornið og fékk innsýn í tilurð og sögu staðarins og galdurinn bak við það að reka veitingahús á sama stað í fjörutíu ár.

Björn Jóhannsson landslagsarkitekt verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili í kvöld:

Þar sem fagurfræðin og notagildið mætast á ólíkan hátt í tveimur glæsilegum görðum

Margir þrá það ekkert heitar en að geta notið þess að vera úti við á fallegum sumar- og haustkvöldum á huggulegum palli eða verönd í draumagarðinum. Björn Jóhannsson landslagsarkitekt sérhæfir sig í þvi að hanna draumagarðinn og uppfylla óskir hvers og eins. Sjöfn fékk að líta inn í tvo draumagarða með Birni, hvorn með sinn stíl, sem Björn hannaði í samráði við eigendur með frábærri útkomu. Um er að ræða raðhúsagarða þar sem náttúran nær að skarta sínu fegursta. Báðir garðirnar eiga það sameiginlegt að hugsað er fyrir öllum þörfum eigandanna og hver krókur og kimi er nýttur. Sjón er sögu ríkari.

Matarást Sjafnar

Uppskrift: Guðdómlega góðar og hollar bláberja- og haframúffur Kristínar Edwald eiga vel við á sunnudagsmorgni

Við litum inn til hennar Kristínar Edwald hæstarréttalögmanns LEX og fagurkera með meiru sem er okkar Martha Stewart fyrir snilld sína í eldhúsinu. Kristín hefur dálæti af því að setja saman ljúffengar veigar og bera þær fram á fallegan og hrífandi hátt. Henni er margt til lista lagt þegar kemur að bakstri, matreiðslu og drykkjarföngum og allt sem hún gerir er metnaðarfullt og aðlaðandi. Þegar okkur bar að garði að þessu sinni var Kristín búin að galdra fram guðdómlega góðar og hollar bláberja- og haframúffur sem eiga einstaklega vel við þegar haustið ber að garði. „Mér finnst ofboðslega gaman að gera tilraunir í eldhúsinu um helgar áður en krakkarnir vakna. Þau verða alltaf svo glöð þegar þau koma niður stigann og sjá eitthvað nýbakað á borðinu. Grunnurinn að þessari uppskrift er af pinterest en ég breytti henni dálítið, til dæmis minnkaði ég sykurmagnið, notaði spelt í staðinn fyrir hveiti, bætti í banana og notaði skyr.“

Húsráð

Úr hverju er drykkjarflaska barnanna í skólanum?

Við erum erum ávallt að reyna bæta okkur í umhverfisvitund og yngri kynslóðin verður æ meðvitaðari. Nú þegar skólarnir hafa allir hafið göngu sína er vert að fara yfir hvort við hugsum fyrir öllum smáatriðum og reynum að velja plastlausa valkosti á heimilinu. Drykkjarflöskur barnanna erum með því fyrsta sem þú ættir að skipta út. Þú þarft þó ekki endilega að fara út í búð og kaupa nýtt. Líklega áttu góða glerflösku heima, til dæmis utan af tilbúinni drykkjarvörur sem hægt er að nýta. Ef þú óttast að glerið geti brotnað í skóla- eða æfingatöskunni þá er hægt að fá húðað gler sem er nær óbrjótandi. Vert er þó að taka það fram að varnarhúðin innheldur oftar en ekki skaðleg plastefni.

Húsráð

Fatnaður fyrir skólabörnin – Kauptu notað og haldu vistspori þínu í skefjum

Reyndu að kaupa notuð föt, sérstaklega þegar þú kaupir föt á börn. Margt hefur breyst til hins betra þegar kemur að því að endurnýja föt á ung börn og stundum hafa foreldrar staðið fyrir skiptimarkaðsdögum í skólum, leikskólum og hjá íþróttafélögum barna sinna. Útivistarfatnaður eins og pollagallar og vetrargallar eru oft eins og nýir þegar börnin vaxa upp úr þeim og ekki síst íþróttafatnaður.

Matarást Sjafnar

Uppskrift: Syndsamlega ljúffeng sellerírótarmús sem enginn stenst

Sjöfn Þórðar fjölmiðlakona og sælkeri með meiru er iðin við að halda matarboð og hefur einstaklega gaman að því að bjóða upp á ljúffengt meðlæti og frumlega samsetningar sem heilla gestina upp úr skónum. Galdurinn við að framreiða ljúffengan kvöldverð er að vera með skothelt meðlæti sem matargestirnir missa sig yfir. Enn betra er að vera með meðlæti sem er hollt og allra meina bót. „Til dæmis þegar ég elda andalæri á franska vísu er þessi sellerírótamús ómissandi og setur punktinn yfir i-ð. Hún er líka einstaklega góð með sjávarfangi eins og humar og hörpudiski.“ Uppskriftin er einföld og þægileg og hráefnið fæst í öllum helstu matvörubúðum landsins.

Valgeir Guðjónsson einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, tónskáld og textahöfundur með meiru verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili í kvöld:

Getur verið að fuglar séu líka fólk?

Valgeir er þekktur listamaður og fær svo sannarlega að njóta sín í listamanns hlutverkinu. Hann er þekktur fyrir lög sín og texta, sérstaklega Stuðmannalögin. Valgeir hefur haldið tónleika undanfarin fimm ár sem má segja að hlúi að náttúrunni sem er svo sterk á Bakkastofu við Eyrabakka en þeir bera yfirskriftina „Eru fuglar líka fólk“ Valgeir hefur samið lög við texta eftir Jóhannes úr Kötlum. „Skáldið ótrúlegt næmi fyrir tilfinningum og því mannlega og yfirfærði það yfir á fugla eða dýr. Þannig að þegar þú lest kvæði Jóhannesar finnurðu samsvörun með dýrunum og það er hollt bæði út frá þroska- og náttúruvitund,“ segir Valgeir og leyfir okkur að njóta brots af því sem hann hefur verið að semja. Það má með sanni segja að á Bakkastofu svífi rómantíkin í loftinu og hafið og náttúran spila stórt hlutverk á þessum fallega stað.

Ásta Kristrún Ragnarsdóttir brautryðjandi, rithöfundur og fagurkeri verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili:

Leyndarmálinu á bak við merkt húsgagn á Bakkastofu ljóstrað upp

Þátturinn Fasteignir og heimili með Sjöfn Þórðar, hefur göngu sína að nýju í kvöld eftir sumarleyfi. Sem fyrr er það Sjöfn Þórðar sem fer með stjórn þáttarins. Á Bakkastofu á Eyrarbakka er að finna einkasafn gamalla muna sem allir eiga sér sögu sem hrífa. Sjöfn Þórðar heimsækir Ástu Kristrúnu, Bakkastofufrúnna og fær að skoða gamla muni og þó sérstaklega eitt stórmerkilegt húsgagn sem fangar augað og augnablikið.

Hönnun

Svanurinn fangar augað – aðeins mjúkar línur

Falleg hönnun sem er tímalaus og fangar augað er ávallt góður valkostur. Svanurinn er stóll sem er gott dæmi um vel heppnaða hönnun sem eldist vel og verður bara vinsælli með hverju árinu. Svanurinn var upphaflega hannaður af Arne Jacobsen árið 1958 fyrir anddyri og setustofur á SAS Royal Hótelinu í Kaupmannahöfn.

Matarást Sjafnar

Uppskrift: Ljúffengar pönnukökur á þjóðlegan og franskan máta á sunnudegi gleðja

Sjöfn Þórðar býður í sunnudagskaffi á þjóðlega vísu með frönskum blæ. „Sunnudagar eru tilvaldir dagar til að bjóða gestum heim í ljúffengar pönnukökur með ómótstæðilegu meðlæti sem kitlar bragðlaukana og gleðja. Þegar haustið mjakast inn og vindurinn lætur í sér heyra er ekkert notalegra enn að bjóða gestum heim og töfra fram ljúffengar sælkera veitingar. Á okkar heimili reynum við að nýta sunnudagana til hitta vini og vandamenn og kaffiboðin eru afar vinsæl. Meðfylgjandi er klassísk uppskrift af pönnukökum sem hefur fylgt fjölskyldunni í árana rás og hittir alltaf í mark. Meðlætið setur punktinn yfir i-ð,“ segir Sjöfn Þórðar. Pönnukökur eru ávallt góðar upprúllaðar með sykri, með rjóma eða ís. Hins vegar er hægt að gera þær enn í ómótstæðlegri með frönskum hætti, með því bjóða upp á brætt súkkulaði eða nutella og ferska ávexti ofan á. Fersk jarðaber, bláber og bananar passa vel með eða hvaðeina sem er í uppáhaldi hjá hverjum og einum. Nú flæða líka inn nýgerðar sultur á mörgum heimilum sem njóta sín vel á nýbökuðum pönnukökum. Enginn verður svikinn af nýbökuðum pönnukökum með íslenskri berjasultu.

Gómsætar Edamame baunir með chilli pipar og hvítlauk sem gestirnir missa sig yfir

Vissir þú að lárperur geta verið hættulegar?

Guðdómlega ljúffengt og hollt frosið jógúrtsnakk

Vissir þú að kaffikorgur er falinn fjársjóður sem ekki má sóa?

Ertu búin/n að laga til í kryddskápnum þínum nýlega?

Vönduð handgerð skurðarbretti úr hnotu og eik sem fanga augað

Hollustan í nestitöskuna um verslunarmannahelgina – Chia-partý er æði

10 ótrúlega sniðugar leiðir til að nota WD-40

Ómótstæðilega freistandi Brownies með Oreo kexi ómissandi í útileguna

Rétt geymsluaðferð matarafganga í ísskáp