Uppskrift: Leyndarmálinu bak við bragðbestu brauðtertuna ljóstrað upp – Hamingjutertan

Matarást Sjafnar

Uppskrift: Leyndarmálinu bak við bragðbestu brauðtertuna ljóstrað upp – Hamingjutertan

Hamingjutertan bragðbesta brauðtertan.
Hamingjutertan bragðbesta brauðtertan.

Í þættinum Fasteignir og heimili fór Sjöfn Þórðar í heimsókn til Sólrúnar Sigurðardóttur matgæðings með meiru í fallega eldhúsið á heimili hennar og fékk að fylgjast með brauðtertugerð. Sólrún bar sigur úr býtum í brauðtertukeppni menningarnætur Reykjavíkur í ágúst síðastliðinum fyrir bragðbestu brauðtertuna, Hamingjutertuna. Hamingjutertan heillaði dómnefndina upp úr skónum um leið og fyrsti bitinn var tekinn. Bragðlaukarnir fundu hamingjubitann. Hið sama má segja þegar Sjöfn bragðaði fyrsta bitann Hamingjutertunni, ljúffengari brauðterta er vandfundin. Sjöfn fékk Sólrúnu til ljóstra upp uppskriftinni af Hamingjutertunni og hér er hún komin.  Hjarta heimilisins slær svo sannarlega í eldhúsinu þar sem Sólrún töfrar fram ljúffengar veigar og brauðtertur sem hún gerir að hjartans list.

Hamingjutertan hennar Sólrúnar

400 g rækjur

5 egg (söxuð)

1–2 epli (söxuð)

1½ til 2 öskjur Philadelfia-ostur með graslauk og lauk

400 g Heinz-mæjónes, gefur rétta bragðið

1 dl Sweet chili-sósa

Salt og pipar

Sítróna, gott er að dreypa smávegis af sítrónusafa á rækjurnar

Brauðtertubrauð

Byrjið á því að hæra saman Philadelfia-osti saman við Heinz mæjónesið og Sweet chili-sósuna. Piprið og saltið. Kreistið svolítinn sítrónusafa úr ferskri sítrónu yfir rækjurnar og bætið þeim í blönduna ásamt smátt söxuðum eplum og eggjum. Setjið rækjusalatið á brauðtertubrauðið, kælið í sólarhring og skreytið að vild.

Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni hér:

 

Nýjast