Stúlkur ná lengra í lífinu ef þær eiga tuðandi mæður

Það getur borgað sig að tuða í dóttur sinni, og þó flestum þyki tuð leiðinlegt getur það komið að gagni. Þetta segja vísindin og hefur rannsókninni áður verið gerð skil. En þar sem stutt er síðan skólarnir byrjuðu er við hæfi að greina frá þessari niðurstöðu aftur. Hvers vegna? Jú, vegna þess að mæður sem tuða og ganga á eftir því að dætur þeirra læri heima og standa sig vel í skólanum eiga eftir að ná lengra í lífinu heldur en dætur þeirra sem  eru látnar afskiptalausar.

Rannsóknin sem um ræðir var framkvæmd á árunum 2004 til 2010. Þar var fylgst með fimmtán þúsund stúlkum á aldrinum 13-14 ára. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:

Stúlkurnar sem máttu hlusta á tuð mæðra sinna um nám voru líklegri til að fara í háskólanám og vera með hærri tekjur.

Þá voru stúlkur sem áttu tuðandi móður ólíklegri til að verða ófrískar á unglingsárum.

Svo kæra móðir, ef þér finnst þú tuða of mikið þá ertu líklega að gera dóttur þinni greiða!