Snakk og dýfa í kvöldmatinn? Ljúffengur ketóvænn kjúklingaréttur frá Hönnu Þóru

Snakk og dýfa í kvöldmatinn? Ljúffengur ketóvænn kjúklingaréttur frá Hönnu Þóru

Hanna Þóra Helgadóttir er dugleg að prófa sig áfram með ljúffengar ketó uppskriftir enda hefur hún sjálf stundað mataræðið í dágóðan tíma með góðum árangri.

Hanna Þóra heldur úti opinni Instagram síðu þar sem hún deilir reglulega uppskriftum með fylgjendum sínum. Þessi fljótlegi og ketó væni kjúklingaréttur er einn af þeim. Rétturinn er í senn ljúffengur og fljótlegur:

Uppskrift:

Réttur fyrir 4
2 pakkar úrbeinuð kjúklingalæri
Voga ídýfa (ég elska rauðu klassísku)
Svínapurusnakk (Kims)

Aðferð:


Smyrjið lærin með þunnu lagi af Voga ídýfu

Fáið góða útrás með því að berja snakkið og mylja það í duft (matvinnsluvél gerir einnig kraftaverk)
Ég krydda mulda snakkið með hvítlauksdufti, paprikudufti, steinselju, salti og pipar)
Dreifið snakkmulningnum jafnt yfir kjúklingalærin 
Skella þessu inn í ofn í 40 mín við 200 gráður 
Gott að bera fram með Voga ídýfu og Franks buffalo sósu 

Nýjast