Mynd dagsins: Plantan sem kom heim af leikskólanum í skyrdós en hefur hertekið stofu Kolbrúnar Evu

Mynd dagsins: Plantan sem kom heim af leikskólanum í skyrdós en hefur hertekið stofu Kolbrúnar Evu

Sonur Kolbrúnar Evu kom með litla grein heim af leikskólanum í skyrdós í vor. Síðan þá hefur Kolbrún umpottað plöntunni fjórum sinnum og fengið hundruð tómata af því.

„Það er farið að hertaka stofuna mína sem eitt sinn var sólstofa og drekkur um sex lítra af vatni á dag. Það er bundið upp á nokkrum stöðum og vefst um gardínustöngina,“ segir Kolbrún sem deildi mynd af plöntunni á garðræktarhópi á Facebook.

Það má segja að litla plantan sem sonur hennar kom heim með hafi því aldeilis gefið af sér og er hreint út sagt ótrúlegt að sjá vöxtinn á svo stuttum tíma.

Myndin að ofan var tekin þann 1. júlí á þessu ári.

Þessi mynd var svo tekin 28. júlí. Á henni má sjá son Kolbrúnar stoltan af plöntunni sinni.

Nýjast