Notagildi tómatsósu er fjölbreytt : Hárnæring og hreinsiefni

Notagildi tómatsósu er fjölbreytt : Hárnæring og hreinsiefni

Þrátt fyrir að tómatsósa sé aðallega notuð með mat á flestum heimilum, þá er notagildi hennar meira heldur en það.

Það hafa kannski einhverjir heyrt af því ráði að maka tómatsósu á stál en það eru líklega ekki margir sem hafa lagt í það, enda hljómar það frekar subbulegt. En Metro hefur greint frá því að þetta sé ráð sem virki í raun og veru.

Kona ein ákvað að prófa að maka tómatsósu á stól sem hún átti og deildi myndum af honum fyrir og eftir tómatsósumeðferðina.

Ástæðan fyrir því að tómatsósan þrífur stálið svona vel er vegna magn sýrustigs í henni en það er í kringum 4% og kemur úr edikinu sem notað er í tómatsósu uppskriftina. Hún er því tilvalin til þess að þrífa stál, kopar og hnífapör úr silfri.

Annað húsráð sem inniheldur tómatsósu er fyrir þá sem eru með aflitað hár og fara reglulega í sund. Þá getur verið gott ráð að nota tómatsósu sem næringu í hárið sem á það til að verða grænt eftir klórinn í lauginni.

Nýjast