Myndir dagsins: Tímavél til sölu í Breiðholti – Sjáðu svefnherbergið!

Myndir dagsins: Tímavél til sölu í Breiðholti – Sjáðu svefnherbergið!

Í blokk í Jörfabakka 2 er að finna dásamlega þriggja herbergja íbúð á þriðju hæð. Í lýsingu segir að fallegt útsýni sé yfir Esjuna og þá sé staðsetning fjölskylduvæn, göngufæri í leikskóla og grunnskóla. Þá er ekki langt í náttúruparadísina í Elliðarárdal.

Blokkin var byggð 1969 og virðist lítið hafa breyst síðan þá. Tilfinningin hlýtur að vera svipuð og að fá far með tímavél en hér fyrir neðan má sjá myndir af þessari einstöku eign.

Það verður þó að segjast að svefnherbergið ber af!

Hér má finna frekari upplýsingar og myndir:

Nýjast