Móðir varar foreldra við vinsælu barnarúmi frá IKEA: „Hræðilegt að vakna upp við þetta - vil alls ekki að þetta komi fyrir fleiri börn“

Móðir varar foreldra við vinsælu barnarúmi frá IKEA: „Hræðilegt að vakna upp við þetta - vil alls ekki að þetta komi fyrir fleiri börn“

Móðir varar við stækkanlegu barnarúmi sem fæst í IKEA og er algengt á íslenskum heimilum eftir að sonur hennar lenti í slæmu atviki núna um helgina.

„Klukkan 02:20 í nótt vaknaði ég við það að Dexter var að öskra „ái, ái ég er fastur!!“ Ég hljóp inn í herbergi til hans og komst að því að hann var fastur með fótinn á milli hringana í rúminu. Hann meiddi sig svo mikið og grét endalaust,“ segir Malin móðir drengsins í pósti sem hún sendi til IKEA og gengur nú eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla.

Malin reyndi allt sem hún gat til þess að losa son sinn en ekkert gekk. Hún hljóp þá og vakti pabba drengsins sem kom og reyndi að losa soninn með því að bera olíu á hann. Ekkert gekk og ákváðu hjónin að hringja á neyðarlínuna.

„Ég útskýrði stöðuna sem við vorum í og þeir sendu slökkviliðsbíl á staðinn. Dexter náði að róast ágætlega niður en um leið og þeir drógu upp töngina þá öskraði hann og fékk áfall. Hann hefur líklega haldið að þeir ætluðu að klippa fótinn af honum. Slökkviliðsmennirnir náðu að klippa hringinn sem þrýsti á fótinn og um leið og hann var farinn losnaði fóturinn og Dexter róaðist niður.“

Atvikið gerðist í Svíþjóð sem er heimaland verslunarkeðjunnar og vildi móðirin vara aðra foreldra við hættunni sem getur leynst. Rúmið er vinsælt um allan heim og ákvað hún því að hafa póstinn sem hún sendi til IKEA opinn.

Sonur þeirra hjóna róaðist fljótt eftir að hann var laus en sem betur fer var ekkert alvarlegt að fætinum. Hann fékk því verkjalyf og sofnaði fljótt aftur uppi í rúmi hjá foreldrum sínum.

„Það var hræðilegt að vakna upp við þetta og ég vil alls ekki að þetta komi fyrir fleiri börn og því vil ég vara við þessari hættu.“

Nýjast