Hamingjutertan heillaði dómnefndina upp úr skónum og fékk 1. verðlaun

Sólrún Sigurðardóttir meistari í brauðtertugerð verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili:

Hamingjutertan heillaði dómnefndina upp úr skónum og fékk 1. verðlaun

Guðdómlega ljúffenga Hamingjutertan.
Guðdómlega ljúffenga Hamingjutertan.

Matgæðingurinn Sólrún Sigurðardóttir bar sigur úr býtum fyrir bragðbestu brauðtertuna í brauðtertukeppni menningarnætur Reykjavíkur í ágúst síðastliðinn. Sjöfn Þórðar heimsækir Sólrúnu heim í fallega eldhúsið hennar og fær að heyra söguna bak við tilurð á áhuga Sólrúnar á brauðtertugerð og galdurinn við að gera guðdómalega ljúffenga rækjubrauðtertu.

„Hamingjutertan, sem er nafnið á brauðtertunni minni, reyndist hinn fullkomni biti og mér skilst að það sem kórónaði tertuna hafi verið eplin,“

segir Sólrún með bros á vör. Hún heillaði dómnefndina upp úr skónum með bragði sem enginn gat staðist. Sólrún er annáluð fyrir matargerð sína og bakstur og er einstaklega lagin við að töfra fram kræsingar sem slá í gegn. Missið ekki af áhugaverðu innliti til Sólrúnar í kvöld þar sem þið getið lært galdurinn á bak við að gera ljúffenga tertu.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30.

Nýjast