Frumleg hönnun sem tekið er eftir

Hönnun

Frumleg hönnun sem tekið er eftir

Nokkrar tegundir af Mr. Wattson lampanum
Nokkrar tegundir af Mr. Wattson lampanum

Mr. Wattson lampinn frá danska fyrirtækinu Piffany hefur hlotið miklar vinsældir í Skandinavíu enda ótrúlega frumlega og skemmtileg hönnun sem gaman er að. Innblástur lampans var fenginn frá barnaleikföngum og bílavarahlutum fjórða áratugsins.

Surfboard Wattson lampinn frá Piffany

Hægt er að stilla lampanum upp á marga vegu og er hann fáanlegur í ellefu fallegum litum. Gaman er að geta þess að danska fyrirtækið Piffany sérhæfir sig í því að hjálpa ungum og efnilegum hönnuðum að koma vörum sínum á framfæri með góðri útkomu. Lamparnir fást meðal annars hjá gjafavöruverslunni Casa.

Myndir frá Piffany Copenhagen

 

 

 

 

Nýjast