Ferðakostnaður Lilju Rafneyjar innanlands var um 3,5 milljónir á síðasta ári

Ferðakostnaður Lilju Rafneyjar innanlands var um 3,5 milljónir á síðasta ári

Alþingismenn fóru í 572 flugferðir innanlands 2018. Tæplega 80 prósent voru ferðir þingmanna Norðvestur- og Norðausturkjördæma milli heimilis og þings. Um þetta er fjallað á vef Ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, flaug langmest allra þingmanna innanlands árið 2018. Einnig flugu þingmenn Vinstri grænna mest af öllum.

Lilja Rafney á lögheimili á Suðureyri. Vegna þess fékk hún Húsnæðis – og dvalarkostnað upp á rúmar 2.2 milljónir króna og ferðakostnað 360 þúsund svo hún geti haldið heimili í Reykjavík. En rétt er að taka fram að allir landsbyggðarþingmenn fá húsnæðisstyrk frá alþingi. Þingmenn geta sótt um aukagreiðslu ofan á húsnæðisstyrkinn og það gerir Lilja Rafney.  

Þá eru útgjöld skattborgara tengd ferðakostnaði hennar um 3,5 milljónir króna. Lilja fékk endurgreitt 464.640 vegna ferða á eigin bíl. Þá var greitt 825.651 í bílaleigubíla. Um tvær milljónir fóru í flugmiða, 117.922 í gisti og fæðiskostnað. 50.422 í eldsneyti og 25.300 í annað, jarðgöng eða leigubíla. Gera þetta um 3,5 milljónir króna.

Þá greiddi Lilja um 337.655 í síma og netkostnað á síðasta ári og fékk hún einnig símastyrk uppá 80 þúsund. Ef allt er talið saman er upphæðin um 6.4 milljónir króna. Þá var Lilja Rafney með um 15 milljónir króna í laun á síðasta ári

Nýjast