Sala ferðamannastaða ekki á dagskrá

Nýr ferðamálaráherra: Mikilvægt að ríkið haldi í sína helstu ferðamannastaði

Sala ferðamannastaða ekki á dagskrá

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýr ferðamála, atvinnu- og nýsköpunarráðherra segir á Þjóðbraut í kvöld að grundvallaratriði sé að helstu ferðamanna og náttúruperlur landsins haldist í eigu ríkisins. Hins vegar sjái hún ekkert að því að einkafyrirtæki sjái um rekstur staðanna og tekur undir með Bjarna Benediktssyni sem telur einkarekstur ferðamannastaða æskilegan.

Þórdís sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur kjördæmi, segist sjá fyrir sér að bílastæðagjöld séu vænlegasta leiðin til gjaldtöku og aðgangsstýringar og benti á Vegvísir sem gerður var í ráðuneytinu á síðasta kjörtímabili.  

Hún tekur undir orð Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra að ekki verði efnt til nýrra ívilnandi fjárfestingarsamninga vegna uppbyggingu á mengandi stóriðju og engin verkefni í ráðuneytinu sem fari í uppnám vegna slíkrar afstöðu.

 

Nýjast